Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
bjarni95
Fri Jun 14 2013, 08:45a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Daginn,

Ég lenti í því í gærkvöldi að þjófavarnakerfið í súkkunni minni (original kerfi) fór að hafa sjálfstæðar hugsanir, fór að læsa og aflæsa bílnum með tilheyrandi blikki ljósa og látum í læsingum. Ég náttúrulega reif öryggin úr fyrir kerfið enda er ég ekkert að nota það, löngu búið að rífa skynjara og vælu úr bílnum (fyrri eigandi) svo þetta er nú ekkert stórmál. En nú spyr ég, hefur einhver ykkar lent í þessu með original þjófavörnina?

Svo fór ég að hugsa, núna er lítið mál fyrir mig að kaupa aftermarket fjarstýrðar samlæsingar og skifta þjófavarnakerfinu út fyrir það fyrst ég er með allar lagnir þarna bakvið hanskahólfið, power, stefnuljós og læsingu.

Það breytist ekkert ef ég klippi kerfið einfaldlega út, það er engin startvörn eða svoleiðis ef ég ríf það úr?

-Bjarni
Back to top
ölkær
Fri Jun 14 2013, 09:00a.m.
Registered Member #1151

Posts: 61
Ég lenti í svona með samlæsingarnar hjá mér þá hafði komist vatn í unitið og það leiddi út tók öryggið úr og allt var í lagi (nema lekinn auðvitað) en ef þér vantar þjófavörn á ég viper vörn nenni ekki að setja hana í hjá mér
Back to top
bjarni95
Fri Jun 14 2013, 09:06a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Nú hef ég enga reynslu af þjófavarnakerfum og þekki þau voðalega lítið, hvað er í svona Viper þjófavörn? og er mikið mál að tengja? Hvað myndiru vilja fá fyrir hana?

EDIT: Það er að segja, hvað fylgir með í pakkanum

[ Edited Fri Jun 14 2013, 09:07a.m. ]
Back to top
ölkær
Fri Jun 14 2013, 11:30a.m.
Registered Member #1151

Posts: 61
þetta samanstendur af fjarstýringu og svörtum kassa sem að fullt af vírum fara í ég á ekki væluna\flautuna og eigum við að seigja 5 þús
Back to top
bjarni95
Fri Jun 14 2013, 11:41a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Er flautan týnd eða fylgir hún bara ekki með? Ertu með eitthvað týpunúmer eða svoleiðis, eitthvað sem ég get gúglað og kynnt mér betur?
Back to top
ölkær
Fri Jun 14 2013, 02:40p.m.
Registered Member #1151

Posts: 61
ég skal skoða það þegar ég kem heim á sunnudag en flautan er týnd
Back to top
Tryggvi
Wed Jun 26 2013, 09:26p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Það fer aðeins eftir týpum af Viper kerfum hvað fylgir þeim (hvað hver vír getur gert). Flest kerfin eru með samlæsingu en geta þurft útborðs relay. útgang fyrir blikkandi LED. Útgang fyrir dome light supervision (til að láta inniljós loga smá stund þegar þú opnar eða lokar bíl). Möguleika á viðbótar relay stýringu til að opna/loka rafmagn í rúðum. Tengingu fyrir vælu/lúður, kostar mjög lítið að fá nýja hjá Nesradíó. Ignition kill, eða ræsivörn. Tengingu inn á hurðar rofa til að "triggera" kerfi við opnun. Tengimöguleika fyrir rúðubrots skynjara. Svo eru sum sem bjóða jafnvel upp á fjarstart. Það er ekkert rosalega erfitt fyrir mann vanan bílarafmagni að seta svona í bíl. Viper kerfin eru frá DEI eða Directed Eletronics og þykja með betri kerfum á markaðinn. Ég hef notað svona Viper kerfi í nokkra bíla hjá mér og hef aldrei orðið fyrir veseni eða bilun.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
bjarni95
Wed Jun 26 2013, 10:53p.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Sæll,

Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég fyrir algera tilviljun fann vælu í ruslagám á verkstæðinu þar sem ég skipti um demparana hjá mér, hélt að hún væri kannski biluð en ákvað að taka hana samt svo bara virkaði hún svona fantavel svo það er ekki lengur vandamál. Ég sem rúmlega hálfmenntaður rafvirki fer létt með að koma þessu fyrir svo það verður komið vínt viper kerfi í bílinn eftir helgi.

-Bjarni
Back to top
BoBo
Mon Jul 01 2013, 03:28a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
ég lenti í þessu í kringum 2004-5 það mátti ekki koma við bílinn ef hann var læstur annars fór allt í gang, veit ekki hvað gerðist en vælan var rifinn úr, svo loks fór ég í það að rífa allt kefrið úr, losnaði við góð 20kg af snúrum
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design