Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
bjarni95
Thu Jul 04 2013, 11:05a.m.
Registered Member #1148

Posts: 124
Jæja það er kominn tími til að ég setji inn því sem ég var búinn að lofa.

Ég byrjaði á því að rífa allt gamla A/C dótið úr bílnum (nema pressuna) og var því hent. Freonið var horfið af kerfinu mínu en ef það er ennþá á kerfinu hjá þér skaltu fara varlega í að opna kerfið og gera það í vel loftræstu rými.

Þar næst fór ég í Landvélar og keypti smurglas, vatnsskilju og olíuskilju, einstefnuloka, 0-12bar mæli fyrir panel, slöngu fyrir mælinn og nokkur fittings. Heima átti ég fleiri fittings, flýtitengi og pressostatið. Í byko og Húsasmiðjunni keypti ég standard loftverkfæraolíu (ég myndi samt fá mér loftpressuolíu frekar) og 8mm glæra slöngu.

Þetta var svo allt sett saman svolítið eftir hendinni. Hér fyrir neðan eru svo myndir af öllusaman með texta.

---

Smurglasið sem ég setti loftsíu á og festi svo við vatnskassan.


Hér má svo sjá pressuna sjálfa, inntakið til vinstri og úttakið hægra megin.


Hérna er svo flest hitt, loftið kemur frá pressu í gegnum einstefnuloka, þaðan í pressostatið og inná vatnsskilju, þaðan inná olíuskilju, gegnum þrýstiminnkara og loks út í fittings sem skipta loftinu niður í kútinn, úttakið frammí grilli og svo mæli í mælaborðinu.


Ég læt slá kerfinu út við 9 bar svo ég fékk mér snyrtilegan 0-12 bar mæli í landvélum.


Hraðtengið í grillinu.


Kúturinn undir bílnum.


---

Allt í allt kostaði þetta mig um 35 þús, eitt sem ég á eftir að gera er að færa inntakið ofanaf vatnskassanum framaná hann til að kæla loftið inn aðeins, taka svo lofið útaf dælunni í gegnum koparrörahring framaná vatnskassanum til að kæla loftið útaf pressunni svo að ég nái rakanum og olíunni betur úr loftinu.

-Bjarni
Back to top
Jbrandt
Mon Jul 08 2013, 09:29p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Vel gert ég er byrjaður að sanka að mér pörtum í þetta, Vantar samt aðalatriðið pressuna
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design