Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Vantar smá hjálp :) << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
sjonni
Tue Jul 30 2013, 04:33p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
Sælir súkku félagar, heyrðu þannig er mál með vexti að allt í einu fór sukkan min að hætta að vilja að starta, en svo hvarf það og hun startar og gengur mjöög vel en þegar ég set hana í gír og ætla að keyra áfram þá koðnar hún niður og kafnar, er eitthver með ráð fyrir þessu ?
Því ég hef ekki glóru hvað þetta gæti verið
Megið senda á mig á sigurjon-bjarni8©hotmail.com
Back to top
Sævar
Wed Jul 31 2013, 10:11a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þegar hann koðnar niður og deyr er þá ennþá bensínþrýstingur?
Back to top
sjonni
Wed Jul 31 2013, 03:00p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
já en samt svona hikstandi finnst mér
Back to top
Sævar
Wed Jul 31 2013, 04:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sennilega er þá bensíndælan hjá þér að gefa upp öndina

mbk. Sævar
Back to top
sjonni
Wed Jul 31 2013, 10:03p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
Nú þá þarf ég einhverneginn að reyna að finna út úr því takk fyrir hjálipina voanandi get ég gert eitthvað að viti
Back to top
AA-Robot
Thu Aug 01 2013, 03:48p.m.
aa-robot

Registered Member #137

Posts: 304
gæti líka verið þess virði að skoða loftsíuna
Back to top
Tryggvi
Fri Aug 02 2013, 10:36p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Sammála Sævari að elta möguleikan á bensín vandamáli, en myndi kannski bæta við að skoða vacuum vandamál (öndunar hosur tengda soggrein/vél).

Þegar þú segir þarna í byrjun að bíllinn hætti að starta. Áttu við að hann fór ekki í gang? Áttu við að hann startaði ekki (snéri ekki vél og kom ekkert hljóð)? Svoleiðis vandamál gætu tengst sviss, svissbotn, startara, rafmagns tengingar eða kveikju og gætu enn verið til staðar bara þannig að það kemur og fer eða breytist.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Brynjar
Sat Aug 10 2013, 08:40p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Þetta hljómar eins og bensínvandarmál, mæla bensínþrýsting er það besta í stöðunni, ef hann gengur ljúfan hægagang er ólíklegt að þetta að sé að sjúga falskt loft.
Back to top
BoBo
Sun Aug 11 2013, 02:06a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
til að byrja með, skoðaðu öll öryggi
Back to top
sjonni
Mon Aug 19 2013, 01:00p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
Já ég geng í það að skoða öll bensín mál Frábært að fá svona aðstoð frá ykkur takk !
Back to top
sjonni
Mon Aug 19 2013, 01:41p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
En núna held ég bílnum í snúning í hlutlauum og hann kafnar ekkert og gengur vel :/
Back to top
Sævar
Mon Aug 19 2013, 04:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hvað gerist ef þu aftengir loftflæðinemann? batnar gangurinn
Back to top
sjonni
Tue Aug 20 2013, 09:06p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
Ég var buinn að prófa allt en svo kemur í ljós að það er olía að komast inn hja einu kertinu, ég þurkaði allt og lét ný kerti en hvað stafar af því að olía komistt að kertinu ?
Back to top
Sævar
Tue Aug 20 2013, 09:07p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er hringurinn utanum kertagatið undir ventlalokinu, þú færð hann í umboðinu, eða í ventlaloks pakkningarsetti t.d. frá kistufelli
Back to top
sjonni
Thu Aug 22 2013, 06:18p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
Buinn að laga vandan og hann gengur eins og Sukka !! Takk fyrir hjálpina kann virkilega að meta það
Back to top
Jbrandt
Fri Aug 23 2013, 05:46p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Og hvað var að? Fínt að láta það fylgja með
Back to top
sjonni
Sun Aug 25 2013, 09:18p.m.
Registered Member #1096

Posts: 87
það hafði komist olía inn að kertum og ég skipti um hrringi þar og lét ný kerti í
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design