Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Hvaða 31" tommu vetrardekk? - Suzuki Jimny << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
SteinarSig
Mon Aug 12 2013, 12:42p.m.
Registered Member #1108

Posts: 9
Dekkin undir Jimnyinum hjá mér eru orðin nokkuð slitin og duga í besta falli sem sumardekk. Planið er því að kaupa negld vetrardekk í haust.

*Dekkin verða einungis notuð á veturna.
*Dekkin verða negld.
*Dekkin þurfa að vera heppileg til úrhleypinga og góð utanvega í snjó.
*Dekkin þurfa að vera þolanleg innanbæjar (bíll notaður dags daglega í borginni).
*Tími að borga fyrir góð dekk ef það er þess virði.
*R15 felgur.

Eru einhver ákveðin dekk sem fólk hefur góða reynslu af? Eða er eitthvað sem ég ætti að hafa í huga við valið?

Dekkin sem eru að klárast eru Cooper Discoverer M+S (http://us.coopertire.com/Tires/Light-Truck/DISCOVERER-M-S.aspx). Þau eru mjög góð akstursdekk, en griplítil í snjó. Held líka að þau þoli úrhleypingarnar mínar illa. Hliðarnar eru viðkvæmar og hafa bæði skorist og eru núna að morkna.
Back to top
AA-Robot
Mon Aug 12 2013, 09:47p.m.
aa-robot

Registered Member #137

Posts: 304
ég var með marshal dekk undir mínum þau voru fyrrverandi nagladekk og voru alltí lagi en ég hef verið að rannsaka dekk og svona og það sem ég komst að er að það er betra að fá dekk í grófari kantin og ef þú finnur þau fá B-class dekk það sem er yfirleitt selt á íslandi fyrir jeppa kalla eru C-class dekk og henta þau ekki alveg jafnvel fyrir littlu og léttu bílana
Back to top
Tryggvi
Mon Aug 19 2013, 06:32p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Winterforce dekkin hafa komið mjög vel út í margar prófanir og ég er sama sinnis miðað við notkun á þannig dekkjum sjálfur. Minnir að Firestone framleiði þau dekk og eiga að vera fáanleg hér á Íslandi í mörgum stærðum.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design