Sælir Er að spá í að kaupa mér Suzuki Sidekick Sport "96 (vél 1,8) en áður en ég tek ákvörðun þá langar mig að fá vitneskju með eyðslu á þessum bílum. Núverandi eigandi segist ekki vita hvað bíllinn er að eyða og ég finn ekki upplýsingar um það. Bíllinn er sjálfskiptur. Hafið þið einhverja vitneskju um þetta fyrir mig?
Hann gæti verið um 10.5 til 12.5 innanbæjar og 7.5 til 10 utan bæjar. Minn var það allavega fyrir breytingu á 27-28" dekkjum (minn er 1997 Sidekick Sport með 1.8L vél og er sjálfskiptur). En núna er ég á 33" dekkjum og hann er með 13.5 til 16 innan bæjar (fer eftir árstíð, sumar eða vetur) og er venjulega með um 9.0 til 13 utanbæjar (fer smá eftir vindátt og hversu mikið ég er að flíta mér).
Þessi vél og bíll hafa reynst mér MJÖG vel og því sem næst ekkert raunverulega bilað í bílnum, en ég hef jú breytt honum mikið þannig að það er talsverð endurnýjun á búnaði í bílnum. En mótórinn og skiptingin verið alveg til friðs.
Bíllinn var að eyða í vetur 20l innanbæjar, keyrði mjög stuttar vegalengdir í vetur og tankurinn dugði oftast í mánuð en ég keyrði bara í og frá vinnu, kannski 2-3 km önnur leiðinn. Mér finnst þessi eyðsla alltof mikil og er að spá í að selja bílinn aftur
Mjög skiljanleg eyðsla þar sem þú er á innsoginu allann tímann og bíllinn nær varla að hitna þessa stuttu leið 10,5 11,0 er eðlilegt minn var svoleiðis fyrir breytingu. Annars ættir þú að skoða kerti og loftsíu.