Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Gangtruflanir - Suzuki Sidekick sport "96 (1,8) << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
falcon
Tue Sep 16 2014, 12:09a.m.
Registered Member #1218

Posts: 9
Sælir
Nú vantar mér einhverjar hugmyndir frá ykkur.
Fyrir nokkru síðan kviknaði ljósið "Service Engine soon" í mælaborðinu hjá mér. Ég fór og lét tölvulesa bílinn og það kom ábending á TPS sensorinn. Ég pantaði sensor á netinu og setti hann í um daginn. Ég held að eftir að ég lét nýja sensorinn í þá hafi bíllinn verið verri ef eitthvað er.
Núna hagar bíllinn sér þannig að það er í raun enginn kraftur í honum. Þegar hann er kaldur og ég kveiki á honum og ef ég ýti bensíngjöfinni strax í botn þá kafnar bíllinn og það drepst á honum en ef ég ýti rólega á bensíngjöfina þá nær hann góðum snúningi. Ég get samt alveg sett í "drive" og ekið bílinn, hann er bara svo hrikalega kraftlaus og ef ég ýti bensíngjöfina í botn þá er eins og ég sé að kæfa hann.
Ég lét tölvulesa bílinn aftur og það kemur alltaf ábending um þennan tps sensor en það sem hefur verið gert er að inngjafarhúsið var tekið í sundur og það þrifið vel. Einnig hef ég þrifið "mass airflow sensor" og það næsta er að skipta um kerti (bara til að gera eitthvað). Ég er líka búinn að láta gamla tps sensorinn í aftur og bíllinn hagar sér alveg eins með hann.

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað ég ætti að gera ef útskipting á kertum virkar ekki????????
Back to top
falcon
Tue Sep 16 2014, 05:38p.m.
Registered Member #1218

Posts: 9
Þá er búið að skipta um kerti og ekkert hefur breyst
Back to top
Godi
Mon Nov 17 2014, 05:46p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
ég lenti í því á 1800cc sidekickinum mínum að leggurinn ofan á kertunum var að leiðaút rafmagni, en ég sá það bara þegar ég kipti einum og einum uppúr með bílinn í gangi þá sá ég greinilega neista, en leggurinn úr grandvitara passar á milli ef þetta er bilunin hjá þér.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design