Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Súkka.is komin á skrið << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Tue Nov 22 2016, 06:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sælir félagar, ég hef átt í stökustu vandræðum með að halda Súkka.is í gangi undanfarið, þrátt fyrir að hafa borgað lénið og allt slíkt hefur tæknilega hliðin reynst mér erfið og lá því næst við að annar tæki við keflinu.

Nokkur tími leið en fram bauð sig Júlíus Þór Bess Rikharðsson og er hann nú tæknilegur tengiliður síðunnar og hýsingaraðili.

Ég legg til að við sýnum þakkir okkar í verki og reynum að virkja síðuna eins og mögulegt er, ég tala fyrir sjálfan mig þegar ég segi að súkku fiðringurinn er ekki horfinn úr mér, ég er að leita að súkku ódýrt til að gera að dagstúra skrepp bíl, þannig þið megið benda mér á slíka

Back to top
EinarR
Thu Nov 24 2016, 10:45a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Snillingur
Back to top
webbster
Mon Nov 28 2016, 03:05p.m.
Registered Member #411

Posts: 7
Tær snilld að fá síðuna upp aftur, vonandi verður vel tekið í þetta og að það fari að spretta upp uppgerðar og breytingarþræðir og nýjir súkkuáhugamenn á hverju strái!

nú fagnað skal með ljóðum
að ást á yndis skrjóðum
haldist hér enn á lífi,
hrópum hip hip húrra, Súkkan lengi lifi!
Back to top
Tryggvi
Fri Dec 09 2016, 03:17a.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Það var á sínum tíma leitt að sukka.is hvarf af netinu...

Svo byrtist hún aftur í stutta stund og fór enn og aftur...

En ég vona það innilega að hún nái að haldast í lagi núna því þetta var og er skemmtileg síða sem mér finnst eigi alveg rétt á sér. Verst að margar ef ekki flestar myndir vantar við textana... Er eitthvað hægt að laga það?

Ég þakka Júlíus Þór Bess Rikharðsson fyrir að halda síðunni gangandi.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Sævar
Fri Dec 09 2016, 09:13a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
myndir sem eru vistaðar á facebook skipta um slóð einusinni á ári og hverfa því ef vísað er í þær, ég hef verið með photobucket í áraraðir og þeir virðast ekki breyta slóðinni að myndunum sínum þó maður "hotlinki" í þær
Back to top
joolli
Fri Dec 23 2016, 02:19a.m.

Registered Member #1213

Posts: 10
Ég skal athuga hvort ég geti ekki hýst myndirnar hérna. Þá ættu þær að haldast inni svo lengi sem síðan er í lagi. Ef af því verður þá verður hinsvegar ekki tekin nein ábyrgð á þeim svo að menn skulu passa að eiga afrit sjálfir
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design