Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
sukkaturbo
Thu Apr 20 2017, 04:00p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
Sælir félagar veit ekki hvort áhugi sé fyrir meiri Bellu smíði en ætla að prufa. Maður sér fljótt hvort áhugi sé fyrir hendi fyrir svona þræði. En þá að verkefninu.

Ég verslaði mér 1997 árgerð af Suzuki Sidekick 4 dyra sem verður 2 dyra excab 1600 á 20.000.kr. Lagaði hann smávegis, þannig að ég fékk heila skoðun 17.
Tók af honum númerinn og lagði inn og byrjaði þá vegferð að smíða enn léttari bíl en Bellu 1 sem varð með öllu 1480 kg mannlaus á 38".Vonin er að enda með bíl sem er um 1200kg á 36" ég ætla að taka bodýið af saga aftan af húsinu gera excab hús. Færa boddýfestingar upp um 5cm og aftur um 10 cm. Lengja framendan. Ég á að vísu Wyllis grill og húdd en ekki bretti vantar einhver plastbretti og sukkugírkassa auka, ætla að máta það svona með og sjá hvenig það gæti lookað.Nota áfram orginal drifbúnaðinn.Það eru 5:12 hlutföll. Vera með tvo gírkassa og taka grindina í sundur framan við aftari stífufestingar og lengja hana um gírkassa breitinguna þannig að afturskaftið haldi sér óbreitt og setja lítinn léttan pall.Síðan mun eg skipta um skoðun og hætta við og byrja aftur nokkrum sinnum.Mun setja inn myndir og eitthvað bull með svona þegar ég man eftir.kveðja frá Sigló

[ Edited Thu Apr 20 2017, 04:02p.m. ]
Back to top
Hólmar H
Sun Apr 23 2017, 09:26a.m.
Hólmar H
Registered Member #41

Posts: 112
Hljómar mjög vel
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design