Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Börkur Viljálmsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
borkur
Tue Nov 17 2009, 01:09p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
Mig var lengi búið að langa í súkku og á síðustu helgi ákvað ég að láta verða af því. Afi minn hafði átt svona bíl fyrir rúmum 7 árum en seldi hann, ég vissi hvar hann var og að hann væri búinn að standa dáldið lengi. Þannig að ég hringdi í kallinn og bauð honum 15000 kall fyrir hann og fékk hann á því verði og með því fylgdi fín 31" dekk þannig að þetta gat ekki komið illa út. Það eina sem var að þessum bíl var að altanetorinn var fastur þannig að þegar ég var kominn með hann heim djöflaðist ég aðeins á honum skellti svo bensíni á hann og hann rauk í gang, og gengur eins og enginn sé morgundagurinn. Bíllinn er ekkert hækkaður, bara skorið úr og skellt undir hann 32" tommu dekkjum. Bíllinn er mikið ryðgaður en það er ekki neitt sem má ekki bjarga. Þetta er Suzuki fox árgerð 87' keyrður rétt um 100 þús, þegar hann var á skrá bar hann númerið X 6007. Bíllinn bíður þess núna að ég klári skólann og hafi tíma og fjármagn til að gera við hann, hann verður vonandi kominn á götuna fyrr heldur en seinna.

http://img690.imageshack.us/img690/6024/sh100167.jpg
http://img685.imageshack.us/img685/8855/sh100177.jpg

verð að hafa þetta svona, myndirnar sem ég set inn verða alltaf alltof stórar.


[ Edited Tue Nov 17 2009, 06:47p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue Nov 17 2009, 01:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Velkominn, og til hamingju með bílinn. -Til að setja inn myndir þarftu að hýsa myndina á netinu, t.d. á http://imageshack.us og senda slóðina að myndinni hingað.

[ Edited Tue Nov 17 2009, 01:44p.m. ]
Back to top
olikol
Tue Nov 17 2009, 02:52p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Velkominn og til hamingju með gripinn. endilega koma með myndir eða einhverja flotta lýsingu af bílnum.

hvaðan er annars X númerið?
Back to top
Sævar
Tue Nov 17 2009, 03:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
X minnir mig að sé árnes

[ Edited Tue Nov 17 2009, 03:13p.m. ]
Back to top
birgir björn
Tue Nov 17 2009, 05:51p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
til lukku með gripin fáum við að sjá mynd?
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 05:54p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
myndirnar eru á leiðinni
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 06:44p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
brettakantarnir og fram stuðarinn eru til, fyrri eigandi reif kantana af og stuðarinn var kominn hálfur af þegar ég kom með hann heim
Back to top
Sævar
Tue Nov 17 2009, 06:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Flottur maður!! - En ryðguð er hún. Stendur til að gera hana upp frá a til ö eða bara gera hana nothæfa á ódýran hátt?
Back to top
birgir björn
Tue Nov 17 2009, 06:48p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
hehe flottur, þú átt eftir að kynnast þessum vel, svo stendur annar á einni myndina hver er sagan á bakvið hann??
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 06:59p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
ég held að þetta gæti verið gamli bíllinn hanns gísla hérna á spjallinu, hann var keyptur tjónaður til hólmavíkur, og hann var í svona camo-litum þá.
Back to top
birgir björn
Tue Nov 17 2009, 07:00p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
helduru að sá fáist keiftur?
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 07:01p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
ég veit ekki með það, ég var eitthvað að spurja hann um daginn og fékk frekar óljós svör
Back to top
birgir björn
Tue Nov 17 2009, 07:04p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
já okey, en endilega leifðu okkur að fylgjast með uppgerinni á þínum ef þú getur
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 07:05p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
ég geri það hiklaust:)
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 07:36p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
sævar ég ætla að reyna að gera mitt besta í að gera hana upp, semsagt að gera hana upp nánast frá a til ö:)
Back to top
birgir björn
Tue Nov 17 2009, 07:50p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
og rape tapeið klikkar ekki yfir riðgötin
Back to top
olikol
Tue Nov 17 2009, 08:03p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
mér sýnist hann nú vera ekkert svo ryðgaður, mest yfirborðsryð og það mikið af því, svo nokkur músargöt á húddinu, brettunum og gluggastykkinum. Eru sílsarnir ekki í fína lagi?
Back to top
borkur
Tue Nov 17 2009, 08:17p.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
sílsarnir eru merkilega heilir, það er eitt lítið gat undir öðrum sílsanum, svo eru lítil göt svona hér og þar og svo hellingur af yfirborðsryði. Innréttingin í þessum bíl er allveg stráheil, það sér ekki á henni. Haha og rape teipið var bara svona bráðabirgða fram á næstu helgi, setti svoleiðis yfir stærstu götin svo það mundi ekki rigna inn.
Back to top
gisli
Tue Nov 17 2009, 09:13p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ef einhverjum brjálæðingi dytti í hug að taka plastmót af 413 húddi í þeim tilgangi að búa til trebbahúdd, þá er ég til í að taka þátt í slíkri tilraun, bæði í kostnaði og vinnu.
Ef tíminn væri ekki takmörkuð auðlind, þá væri ég löngu búinn að því.
Back to top
gisli
Tue Nov 17 2009, 09:18p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Annars líst mér vel á verkefnið hjá þér Börkur og gaman ef rétt reynist að bíllinn þarna á bakvið sé mín gamla Súsý.
Back to top
hilmar
Tue Nov 17 2009, 10:35p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Velkominn Börkur. En Gísli það er bara að verða sér út um plastefni og smíða mót.
Back to top
einarkind
Tue Nov 17 2009, 11:24p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
velkominn í hópinn og alltaf gamann að sjá að það eru fleiri með til sem eru með vilja til að bjarga haugriðguðum súkkum
Back to top
Aggi
Wed Nov 18 2009, 12:32a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
x er stokkseyrabakki
Back to top
borkur
Wed Nov 18 2009, 12:33a.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
það verður að bjarga þessum bílum, það er búið að farga svo mörgum svona bílum að það er grátlegt
Back to top
borkur
Wed Nov 18 2009, 12:36a.m.
Börkur
Registered Member #134

Posts: 23
þetta verður líka fín æfing fyrir mig þar sem ég er að læra bílasmiðinn:D
Back to top
Brynjar
Wed Nov 18 2009, 01:31a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
gisli wrote ...

Ef einhverjum brjálæðingi dytti í hug að taka plastmót af 413 húddi í þeim tilgangi að búa til trebbahúdd, þá er ég til í að taka þátt í slíkri tilraun, bæði í kostnaði og vinnu.
Ef tíminn væri ekki takmörkuð auðlind, þá væri ég löngu búinn að því.



Um leið og maður fær sér fox þá væri ég til í að gera þetta. Er kominn í æfingu við þetta eftir að hafa plastað Hard topinn á súkkuna mína. Myndir koma von bráðar í verkefnaþráðinn ásamt sprautinuinni.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design