Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Vitara niðurgírun << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
rockybaby
Thu Dec 03 2009, 09:37p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Sá inná Low range offroad linknum að þeir eru farnir að selja fasta niðurgírun í Vitara sem boltast á milli gírkassa og millikassa , lengdin er 4.5" , hlutfallið er 1.5:1 sem er 50% niðurgíun sem gerir það að 1gír í háa drifi með 5.125:1 fer úr 18.7 í 28:1 og 1gír í lága drifi með 5.125:1 fer úr 34.98:1 í 52.47:1. Þetta sýnist mér vera sniðug leið fyrir þá sem eru á 35-36" dekkjum. Ef miðað er við 27" orginal dekk þá gerir 50% niðurgírun að hægt sé að fara í 40" dekk til að hafa hraðamælinn réttan eða vera á 35-36" dekkjum og 5gírinn verði eins og 4gírinn á ca.31-32"dekkjum, eina sem er neikvætt er verðið 1290$+ tolla og flutningskostnaður sem gerir hingað komið ca.250-300þús
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 10:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já það er ýmislegt til í þessa kagga í kanalandinu, hinsvegar sá ég frumlega en snjalla smíði í sumar á stuttri vitöru, sem ég hreinlega kann ekki skil á hvar hún lenti, en það var verið að rífa hana og eigandinn lofaði að hafa samband við mig áður en hann henti henni, m.a. þar sem mig langaði í rúður og brettakanta og skyggni af bílnum. En ég tók sem betur fer nokkrar myndir af þeim bíl.


Útfærslan var sú að SJ410 kassa var komið fyrir aftan við vitöru millikassann, framskaftið minnir mig að hafi vantað en afturskaftið var tengt, og var svo sannarlega ekki langt.

En ég gæti trúað að þessi niðurgírun gæti gert gott, svo lengi sem 410 kassinn þolir að fá lágadrifsátak gegnum sig frá fremri millikassanum. En hann hlýtur allavega að fara hægt í fyrsta lo lo

Back to top
SiggiHall
Thu Dec 03 2009, 10:56p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Og hvað? Var hann þá bara afturdrifinn eða var eftir að setja drifskaft að framan?
Back to top
Sævar
Thu Dec 03 2009, 10:58p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það stóð ekkert í vegi fyrir því að setja framskaft í hann, bara lengja það um c.a. 15cm því millikassinn kemur auðvitað þónokkuð aftar þar sem hann er frístandandi. En fyrir þessu þurfti að skera töluvert í gólfið afturí og þar af leiðandi voru engin aftursæti í bílnum, en hverju fórnar maður ekki fyrir drifgetu.
Back to top
rockybaby
Thu Dec 03 2009, 10:58p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Þetta dæmi gengur alveg upp samanber að það er hægt að fá Klune 4:1 framana samurai millikassan og millikassainn er sagður þola það og einnig hafa menn hérna heima sett talsvert stórar vélar í súkkurnar og notast við orginal millikassa án mikilla vandkvæða.
Það gerir ekkert til þó að drifskaftið sé á ská. Það sem sniðugt við þennan ameríkuniðurgírun er það að hun styttir afturdrifskaftið um 4.5" og lengir framdrifskaftið um 4.5" sem hentar styttri Vitörunni mjög vel.
Back to top
rockybaby
Thu Dec 03 2009, 11:02p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Niðurgírunin útfrá þessari mynd ef við gefum okkur að það sé 5.125:1 drifhlutfall Þá er þetta ca. 87.8:1 í 1gír + low + low + ring&pinion
Back to top
björn ingi
Fri Dec 04 2009, 11:44a.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já sæll, milligír upp á 300 þús. það er ekkert annað og þá er eftir að koma honum fyrir og breyta sköftum og svoleiðis.
Þá held ég að það að smíða milligír úr Vitöru millikassa og nota svo 410 eða 413 millikassa aftaná sé betri kostur alla veganna peningalega. Ég held að Sævar sé einmitt að tala um þessa útfærslu í þessari Vitöru sem myndin er af.
En þetta er flott græja þessi milligír þarna á Low Rang Offroad fyrir þá sem eiga nóg af peningum.
Back to top
rockybaby
Fri Dec 04 2009, 07:19p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Já ég er sammála því að þetta er fulldýrt en þarna er komin hugmynd að fastri niðurgírun. 'eg spurði útí þetta dæmi fyrir 7-8 árum síðan þegar ég átti vitöruna hans Sævars og þá kostaði að smíða þetta hér heima ca. 200-300þús, en það er spurning hvað myndi kosta að smíða fox/samurai millikassa aftaná Vitara millikassa , væri betra að hafa það sambyggt til að getað haft afturdrifskaftið eins langt og hægt er .
Back to top
stebbi1
Fri Dec 04 2009, 07:28p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Það ætti nú ekki að vera mikið mál að byggja samann vitöru og fox kassa. ég er með nokkuð einfalda hugmynd sem gæti þi verið veikur punktu í smíðinni. en mðe því að nota dragliðsendan sem fer inni vitöru millikassann og svo bara flangs af 410 kassannum festa þetta bara samann með hjörliðskrosinum.
þá ertu búinn að tengja þá samann. þá þarf bara að festa þá nógu vel samann og að sjálfsögðu að hafa þetta ha´rnæmvæmt má sennilega ekki vera mikil skekkkja þessu

[ Edited Fri Dec 04 2009, 07:29p.m. ]
Back to top
rockybaby
Fri Dec 04 2009, 07:42p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Þetta er ekki vitlaus hugmynd en þegar maður er búin að skrúfa framdrifið af vitara millikassanum þá þarf að gera einhverjar breytingar öxlinum sem eftir stendur ? Hef reyndar ekki rifið svona kassa í sundur .
En varðandi hjöruliðskrossinn þá myndi ég notast við samskonar búnað og er á drifsköftum í td. Bens , Discovery og fleirum tegundum þar er ekki hjöruliðskross heldur gúmmíhringur með 6 götum í fyrir 3 arma flangsa hvoru megin , þetta er að gera sig mjög vel í þessum tegundum og með þessari úfærslu er hægt að stytta bilið á milli millikassana
Back to top
stebbi1
Fri Dec 04 2009, 07:50p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
jámm það er rétt þetta gúmí drals er í lagi svo lengi sem það kemur ekkert brot á það
Back to top
stebbi1
Fri Dec 04 2009, 07:52p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
veit einhver rillufjölda og sverleikann á intaksöxlinum í vitöru kassa?
Back to top
rockybaby
Fri Dec 04 2009, 08:01p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Líka spurning hver rillufjöldinn og sverleiki er á öxli á samuri/fox millikassa þar sem flangsinn er fyrir drifskaftið á milli kassana
Back to top
ierno
Fri Dec 04 2009, 08:35p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Ég er að smíða aukamillikassa úr vitörumillikassa. Var áðan að saga droppið fyrr framdrifið af honum og sníða í gatið sem myndaðist.
Fyrirmyndin er þráður frá frábærum manni í ameríkuhreppi http://bbs.zuwharrie.com/content/topic,79430.0.html

Þetta fer svo í Jimnyinn minn.
Back to top
rockybaby
Fri Dec 04 2009, 09:01p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Hvernig er það hvaða vél og gírkassa ertu að nota í þessa skemmtilegu samsetningu
Back to top
Sævar
Fri Dec 04 2009, 09:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er algjör snilld!!!


Svo má heldur ekki gleyma setuppinu í Baldurs bíl

Back to top
ierno
Fri Dec 04 2009, 09:54p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Ég ætla að halda mig við orginal 1300 vélina, og nota svo vitörugírkassa. Það kemur svo bara í ljós hversu mikið mál verður að möndla kassann á vélina.
Back to top
rockybaby
Fri Dec 04 2009, 10:22p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Líst vel á þessa uppsetningu hjá þér , hver er hugmyndin í dekkjastærð ? felgubreidd ? og læsingum ? Upphækkun og þess háttar
'eg myndi fara mjög svipaða leið og þú ert að gera og til viðbótar setja landcruiser 70 hásingar með 5.29:1 hlutföllum+ læsingar og 36" buckshot mudder + 15x10"felgur en þetta er bara mín hugmynd
Back to top
Aggi
Sat Dec 05 2009, 04:41a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
ef billin er med mpfi gaeti verid ad rafkerfid ur 1600 passi nokkurnvegin a milli aetla samt ekkert ad lofa tvi. allveganna i samurai tbi passadi 1600 tbi beint a rafkerfid fyrir utan kveikjuna en 1300 kveikjan passadi.
Back to top
Sævar
Sat Dec 05 2009, 11:27a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
það er spfi ekki mpfi

single point fuel injection


En já það er sama rafkerfi liggur við í gamla samma og gömlu vitöru með single point innsprautun, það þarf að breyta tengjum á TPS skynjara, púst og loftflæðiskynjara, en allt passar þetta fyrir utan plast plöggin.

Eða svo hef ég lesið.....
Back to top
rockybaby
Sat Dec 05 2009, 10:47p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Prufið að skoða þessa útfærslu af Vitara/Samurai millikassasamsetningu WWW.kicker 3 transfercase
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design