Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Atli Fannar Arnarson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
atlif
Mon Dec 21 2009, 10:50p.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
Sælir.. Atli heiti ég og er fæddur árið 1990. Ég á ekki súkku en ég á þennan forláta Kia Sportage og er búinn að eiga síðan í mars 2008. Ég er ekki búinn að gera neitt við hann nema setja kastaragrind og kastara en ég er búinn að fjárfesta í 10x15" white spoke sem þurfa sandblástur áður en þær fara undir. Það þarf síaðn að skera helling úr afþví það er ekkert búið að skera úr undir brettaköntunum, frekar bjánalegt. Það verður bara áfram 31" undir honum en felgu breytingin kemur til með að láta dekkinn fylla uppí brettakantana og láta hann líta mun betur út.

Bíllinn er með 2l 16 ventla 128 hetafla mótor og kemur orginal með lsd að aftan. Það er mjög gott a keyra hann og hann er skemtilegur í snjó og hálku. Ég hef ekkert farið á fjöll enda ekkert rosalega vel til þess búinn en það verður láti reyna á það þegar ég er búinn að gera það sem ég ætla að gera.

hér er linkur á uplýsingar um þessar græjur: http://www.leoemm.com/kia.htm


þetta eru ekki kastararnir heldur bara hlífarnar af þeim sem fara vonandi brálega á.


þarna er ég búinn að breikka dekkin og þetta er svona sirka eins og hann kemur út á 10" breiðum felgum (fyrir utan framlenginguna á brettaköntunum


svona er hann að innan


smá pós


smá jeppa fílingur


aftur smá pós

þetta eru alveg frábærir bílar og ég mæli með þessum ef einhver á í basli með að redda sér súkku

[ Edited Tue Dec 22 2009, 12:36a.m. ]
Back to top
gummi
Mon Dec 21 2009, 10:53p.m.
Registered Member #176

Posts: 73
velkomin en það er till nó að sukum á vitöru V6 til solu ef þú villt.
Back to top
jeepson
Mon Dec 21 2009, 10:55p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Vertu velkominn hingað á þetta frábæra spjall. en afhverju ekki bara setja á 33" fyrst að þú ert með 10" breyðar felgur. 10" er of breytt fyrir 31" er mér tjáð af sérfræðingum. ég ætlaði að setja 12" breyðar undir wrangler sem að ég átti og þá var mér tjáð að hafa þær als ekki breyðari en 10" annað væri bara hættulegt. ekki veit ég hvað jeppa sérfræðingarnir hérna inni segja við þessu. en þetta var mér sagt í búð sem sérhæfir í þessu. sel það ekki dýrara en ég keypti það. Annars vil ég meina að 33" looki frekar vel á 12" og 31" á 10"
Back to top
atlif
Mon Dec 21 2009, 10:59p.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
ég á bara til 2 ganga af 31" sem eru 31x10 r15 þessvegna held ég mig við það. það hlýtur að vera í lagi að vera með það á 10x15" felgum

[ Edited Mon Dec 21 2009, 11:01p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Dec 21 2009, 11:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta var mér sagt af sérfræðingum. meira veit ég ekki. ég er með báða gangana mína 33" ganga á 10" breyðum felgum. og er svosem ekkert að pæla í að fá mér breyðara. hann kemur mjög vel út á þessu og virkar fínt eins og er allavega. svo verður bara gaman að sjá hvernig hann mun standa sig í nsjónum í vetur get ekki beðið eftir því að fá snjó
Back to top
atlif
Mon Dec 21 2009, 11:05p.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
já þú ert ekki einn um það.. landið okker er ekki alveg að standa undir nafni
Back to top
björn ingi
Mon Dec 21 2009, 11:14p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sæll og velkominn á SÚKKUspjallið. Það er nokkuð góð regla að felgubreidd sé svipuð eða aðeins breiðari en stífi hluti banans eða munstrið á dekkinu, ef þú ferð mikið út fyrir það þá þarftu eitthvað til að halda dekkinu á felgunni eins og t.d. bedlock, valsaðar eða kantsoðnar felgur. Menn er nú samt að fara aðeins útfyrir þessa reglu á stóru dekkjunum en kannski ekki nema sem nemur 1-1 1/2 tommu nema þá með bedlock.
P.S. Þú verður svo endilega að fá þér Súkku við fyrsta tækifæri

[ Edited Mon Dec 21 2009, 11:15p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Dec 21 2009, 11:16p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
atlif wrote ...

já þú ert ekki einn um það.. landið okker er ekki alveg að standa undir nafni


haha nei ekki alveg enda segja félagar mínir í noregi að þar sé 60cm snjór. ég er búinn að biðja þá alla um að senda snjóin til íslands:D
Back to top
Sævar
Mon Dec 21 2009, 11:29p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Velkominn, þeim fjölgar ört wanna-be súkkumönnunum hér, en ég hef lengi verið hrifinn að KIA, ÖLLU nema vélinni í þeim. Og skiptingum ef þeir eru ssk.

Æðislegt að keyra og engin ástæða til þess að breyta þessu ekki fyrir stærri dekk, frekar en vitöru

Ég hinsvegar veit ekki hvernig það er að fá hlutföll í þetta, mig grunar að þau séu svolítið há orginal
Back to top
gisli
Mon Dec 21 2009, 11:41p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Fínir bílar ef maður þarf þá svona stóra, ég er hins vegar búinn að prófa að eiga Sportage og ætla ekkert að viðra mitt álit á þeim skrjóð.
Fyrst ég er að tala um stærðina samt, þá er ég búinn að vera í hálft ár á stuttum Fox með tvö börn afturí daglega, þetta er akkurat mátulegt. Ég held ég þyrfti að eiga 3 kríli til viðbótar til að réttlæta svona stóran bíl
Back to top
gisli
Mon Dec 21 2009, 11:41p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Æj, ég legg til að við slökkvum á brosköllunum, mér líður alltaf eins og ég sé 13 ára þegar ég slysast til að gera svona tákn.
Back to top
jeepson
Tue Dec 22 2009, 12:07a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Æj, ég legg til að við slökkvum á brosköllunum, mér líður alltaf eins og ég sé 13 ára þegar ég slysast til að gera svona tákn.


Þetta er fínt nafni. við súkku menn erum svo brosmildir
Back to top
EinarR
Tue Dec 22 2009, 12:46a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Velkominn. fá sér súkku maður!
Back to top
atlif
Tue Dec 22 2009, 01:17a.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
Sævar wrote ...

Velkominn, þeim fjölgar ört wanna-be súkkumönnunum hér, en ég hef lengi verið hrifinn að KIA, ÖLLU nema vélinni í þeim. Og skiptingum ef þeir eru ssk.

Æðislegt að keyra og engin ástæða til þess að breyta þessu ekki fyrir stærri dekk, frekar en vitöru

Ég hinsvegar veit ekki hvernig það er að fá hlutföll í þetta, mig grunar að þau séu svolítið há orginal


það er kanski rétt með vélina hún mætti toga meira á lægri snúnig og svo eyðir hann svona 15l innanbæjar, og ef þessi væri ssk væri ég örugglega búinn að losa mig við hann.

Ég er mjög lítið fróður um hlutföll en er ekki frekar lág hlutföll þegar hann er á 90km/h á 2700 snúningum?

og með stærðina þá er hann ekki mikið stærri en 5 dyra vitara eða 20cm lengri og 10cm breiðari en þó 320 kg þyngri og 30hö öflugri sem bætir ekki alveg fyrir öll þessi kíló

Back to top
atlif
Tue Dec 22 2009, 01:19a.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
Og takk fyrir hlýjar móttökur þrátt fyrir súkkuleysið
Back to top
jeepson
Tue Dec 22 2009, 01:25a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta eru eflaust fínustu bílar. frænak mín átti svona bíl á 31" ssk. og hann eyddi reyndar eins og andskotin. hann fór með 20 lítrana leikandi. við fórum eittsinn í ferð nokkur saman. ég á fyrsta cherokeeinum sem ég átti hann var með 2,8 v6 ssk og á 32" dekkjum, mamma og pabbi á blazer s10 2,8 v6 ssk á 31" og svo kian hjá frænku minni 2lítra ssk á 31" og hún eyddi meir en bílarnir okkar í ferðinni. hún losaði sig við bílinn, það hefur nú eitthvað verið að. því að þessi bíll átti nú ekki aðeyða svona svakalega. Þetta var bíllinn með tæknilegustu vélina af þesum 3 og mesta powerið. samt eyddi hann mest. En þessi er nú virkilega flottur hjá þér:) En ég mæli með að þú fáir þér súkku og súkkir með okkur hinum hehe
Back to top
Sævar
Tue Dec 22 2009, 05:58a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já maður hefur heyrt misgóðar endingarsögur af vélunum í þessum tíkum, en að öðru leiti fínustu bílar hugsa ég.


Ég gæti trúað að það séu til einhver "Mods" fyrir þennan bíl á google, bara leita nógu vel, komast að því hve stór drifin eru og aldrei að vita nema þetta sé eitthvað skylt einhverju öðru, líkt og Musso.
Back to top
Magnús Þór
Tue Dec 22 2009, 07:25p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
ertu frá grundafirði ?
Back to top
atlif
Wed Dec 23 2009, 03:08a.m.
atlif
Registered Member #201

Posts: 27
Neibb.. búsettur í Reykjavík.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design