Sú fyrsta var 1991 módel af stuttri Vitöru, annar bíllinn sem ég eignaðist og sá bíll sem kveikti jeppaáhugann, jómfrúarferðin var á Úlfarsfell og flestar ferðir voru farnar um Úlfarsfell og nágrenni enda var maður ungur og vitlaus og rataði varla uppá Þingvelli. Ég duddaði einhver ósköp í þessum bíl, aðalega útlitslega séð en þessi elska var gjörsamlega ódrepandi og ég seldi hann loks á Djúpuvík og ég held að hann sé enn þar í eigu sama manns. Því miður var þessi bíll í minni eigu fyrir tíma digital vélanna svo það er bara til ein mynd.
Það var mikið hlegið að mér í vinahópnum vegna skóflunnar á toppnum en mér sýnist þetta vera orðið eitthvað trend í dag, stuttar súkkur með skóflu á toppnum Þegar ég seldi hann var hann svo filmaður alla leið og orðinn helvíti gæjalegur.
Svo leið smá tími á milli þessarar og næstu Súkku en það var svo einn fyrsti Jimnyinn sem fór á 33" breyttur af Fjallasport, þessi bíll var með allskonar aukadóti, tölvuborði, takkaborði með fullt af tökkum til að fikta í, Webasto bensínmiðstöð, Xenon kösturum ofl ofl
Hann rúllaði svo yfir hjá mér og fékk smá Facelift.
Ferðirnar lengdust á þessum og fór ég víða oft með littlu deild f4x4 meðal annars í eftirminnilega ferð í Landmannalaugar þar sem hann hékk í og lék sér með V8 Ameríku tröllum á 38-44" túttum eigendum þeirra til lítillar gleði. En mér fannst alltaf stutt í veltutilfinninguna á honum svo ég seldi hann..
Næsta Súkka var FULLORÐINS!
V6 Grand Vitara á 35" Suzuki+afl!! Góð blanda! Snilldar bíll sem dreif endalaust! Honum var fórnað fyrir íbúðarkaup
Svo hefur jeppaferillinn seinastu 3 ár verið drifinn áfram af 36" 4Runner 1988 Módel sem ég var að enda við að selja með tárin í augunum.
Mitt fyrsta verk eftir að hafa selt 4Runner var að kaupa Vitöru, 1993 módel sem kannski margir hafa séð auglýsta á L2C vínrauð á svörtum felgum 5 dyra óbreytt. Samstarf okkar byrjaði ekki mjög vel en bensíndælan aftengdist undir grind í morgun og eyddi hann deginum að þyggja ausur frá ökumönnum Sæbrautarinnar. Þarf að kippa tankinum undan og plögga þessu í lag. Annars er bíllinn mjög þéttur, búið að skipta um blokk og hann er mjög þéttur og kraftleysið í minningunni af gráa er gefið langt nef á þessum en 28" dekkin spila sennilega hlutverk þar. Ég ætla eitthvað að snýta honum til og sjá til hvað verður gert. Á enga mynd af honum eins og er.
Ég á svo slatta af gömlum myndum úr hinum og þessum ferðum sem ég kannski hendi inn við tækifæri.
Sá sem seldi þér hana er algjör bíla braskari og refur hann fékk þennan bíl á 90 þús fyrir innan við ári. hann er þekktur fyrir að kaupa bíla á skít og kanil og selja þá mjög dýrt. Ég heyrði að hann hafi verið í einmtómu basli með þessa súkku. En vonandi hefur hann ekki logið of miklu af þér. Hann vildi kaupa landrover freelander af mömmu og pabba og þau sögðu að það væri ekkert mál hann gæti fengið bílinn á 250þús full skoðaðan og á nýlegum heilsárs dekkjum. en honum fanst það of mikið. því að þetta væru svo lélegir bílar sagði hann. en hann vissi líka að hann gæti selt bílinn á 350þús en vildi bara fá hann á 100þús til að græða sem mest á honum. Ég vona bara að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. og vonandi stenst alt með hannþ Og vonandi er hann ekki að ljúga að það sé ný blokk í honum. kallinn er ágætur en ég myndi ekki kaupa bíl af honum þá svo að ég fengi borgað fyrir það. Hann átti t.d pajero sport. og þegar glóðarkertin fóru í honum þá setti hann bílinn inn í skúr svo að það væri auðveldara að koma honum í gang og svo þegar bíllinn hröklaðist í gang á morgnana þá var alt staðið í botni í nokkrar sek til að hann myndi hitna hraðar. HALLÓ!!!! maður setur ekki kalda vél í botn. ég hef það allavega sem reglu hjá mér að mínir bílar fara ekki yfir 2000-2500 þegar þeir eru kaldir. En hann setti bara alt í botn og svo var keyrt af stað. en gangi þér samt vel bílinn. smá forvitni. hvað fékstu bílinn á mikið.
okey. sko systir mín þekkir strákinn sem átti bílinn semsagt þennan frá chile og hann var eitthvað að tala um það við hana að það væri búið að vera endalsut vesen á bílnum. systir mín og kærastinn hennar eru að leita sér af súkku og þega ég sá þessa auglýsta að þá sagði ég þeim að fara og bjóða 100kall í hana en þá sögðu þau mér frá því að þeir höfðu verið að selja hana útaf því að það væri bara vesen með hana. En vonandi verður ekkert vesen á bílnum. það er bara svo svekkjandi að kaupa frá svona bröskurum sem vilja bara græða á öðrum og er skít sama þó svo að aðrir sitji svo uppi með bílana sárir.
Velkominn, það þíðir ekki að svekkja sig á eitthverjum svona drullusokkum. þú ferð bara vel með bílinn og nýtur hanns í botn. spurning samt. átti birgir þennan vínrauða/bláa Jimny á undan þér?
Velkominn, það þíðir ekki að svekkja sig á eitthverjum svona drullusokkum. þú ferð bara vel með bílinn og nýtur hanns í botn. spurning samt. átti birgir þennan vínrauða/bláa Jimny á undan þér?
Nei það var maður á miðjum aldri sem átti hann..
Annars er ég voða lítið svekktur, var nú ekkert hónaður alvarlega í þessum kaupum, tel þetta vera ágætasta bíl, virkar mjög þéttur þar að auki græddi hann nú engin ósköp á mér, nýtt í bremsum aðframan, klossar+diskar. Nú ef hann græddi gott hjá honum, til þess er leikurinn gerður
Varðandi það að fórna Toy fyrir Súkkitz auðvitað er það spes en ég var bæði farinn að hjakka í sama farinu með Runner og svo var hann hreinlega bara of dýr í rekstri til að nota hann 99% upp og niður Sæbrautina á leið í vinnu.