Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Jóhann Geir Hjartarson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Meistarinn
Wed Mar 31 2010, 08:31p.m.
Jóhann Geir Hjartarson
Registered Member #337

Posts: 38
Best að vera kurteis og kynna sig.

Ég heiti Jóhann og ég bý í Kaupmannahöfn. Er í námi og mun klára í janúar 2011. Eins og svo margir hérna megin við sundið á ég ekki bíl, en næstsíðasti bíllinn í minni eigu var einmitt Súkka. ´96 módelið af Sidekick með 1600 mótor og rafmagnslausum rúðum. Fékk hann upp í Rav4 þegar aðeins þurfti að losa um pening. Það var (minnir mig) árið 2004 og ég átti hana í tvö ár.
Til að byrja með lét ég nægja að fá mér 30" dekk og þvælast þannig um fjöll og firnindi. "Sigldi" henni m.a. nokkrum sinnum inn í Þórsmörk í óþægilega miklu vatni. En svo fékk ég þá hugmynd að nota jólafríið til að smella henni á stærri skó. Og mikið svakalega var það lítið mál. Ég keypti dekk á felgum af vinnufélaga, kanta einhversstaðar uppi á Höfða, sikaflex (ákvað að líma kantana eingöngu) ásamt lakki á brúsum í Bílanaust og brunaði svo í skúrinn hjá settinu. Þó ég hafi verið viðstaddur alls kyns jeppabreytingar frá blautu barnsbeini þá var þetta í fyrsta skipti sem ég gerði þetta sjálfur. Komst að því að það er nánast idiotproof að breyta svona bíl.
Þessi bíll kom mér nánast hvert sem ég vildi, og það fyrir lítinn pening. Það er það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu sporti; að komast - og komast ódýrt.
Ég kíki reglulega "bílasölurúnt" á netinu og kemst einhvern veginn alltaf að sömu niðurstöðunni; það er eina vitið að eiga Súkku og ég kem pottþétt til með að eignast aðra áður en langt um líður

Ps.

Virðist ekki vera nógu klár til að geta sett inn myndir. Þarf meirapróf í það?
Back to top
Magnús Þór
Wed Mar 31 2010, 11:01p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
Sæll og velkominn.

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?2

hérna eru leiðbeiningar varðandi myndirnar,núna má búast við myndaflóði frá þér er það ekki ?
Back to top
olikol
Thu Apr 01 2010, 01:18a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Velkominn.

Um að gera reyna finna einhvern sæmilega ódýran fox þarna úti og koma með hann heim. Súkkurnar eru alltaf í svo flottu standi þarna hinu megin við sundið.
Back to top
jeepson
Thu Apr 01 2010, 11:49a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll og velkominn á spjallið. Þú verður nú ekki lengi að finna súkku og súkkast með okkur félugunum svo þegar þú kemur heim á klakann
Back to top
Meistarinn
Fri Apr 02 2010, 10:15a.m.
Jóhann Geir Hjartarson
Registered Member #337

Posts: 38
Jæja, fann nokkrar myndir í safninu. Þetta voru góðir tímar

Veit ekki hvort hún er ennþá í umferð - vona það samt.









[ Edited Fri Apr 02 2010, 10:18a.m. ]
Back to top
jeepson
Fri Apr 02 2010, 02:16p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þessi er virkilega flott
Back to top
BoBo
Wed Jun 09 2010, 01:23a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
jú jú sankvæmt us.is þá er þessi í fínu
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design