Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
miffis
Fri Sep 25 2009, 12:35p.m.
Registered Member #70

Posts: 1
kallinn mixaði lógó fyrir klúbbinn.
Back to top
Sævar
Fri Sep 25 2009, 03:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Takk aron minn við notum þetta nokkuð örugglega
Back to top
gisli
Fri Sep 25 2009, 04:01p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ef það á að setja þetta á límmiða þarf að skera tenginguna á milli stimpilkollanna og kúpunnar, hún er bara þarna svo þetta hangi saman þegar það er skorið út í stál.
Annars er þetta töff og yrði kúl á límmiða.
Back to top
B21
Fri Sep 25 2009, 08:00p.m.
Registered Member #64

Posts: 19
ég var að skoða þetta logo og verð að segja eftir vandlega umhugsun þá er ég sammála þessari mynd af stymplum sitt hvoru megin við hauskúpu. Hún á lítið erindi til kvenfólks, sem væri gaman að fá humyndir frá. Ég sem bifvélavirki frá ´72 finnst stymplarnir góð hugmynd einnig hauskúpan, en hún á hugsanlegt ekkert erindi í marga sem vilja hafa logoið meira alþýðlegt eða höfða til stærra hóps, ég sé myndina af jeppunum 6 sem littlum terrier hundum, og einn breskur kunningi minn sagði að væru ekkert annað en '' killer machines'' þ.e. hundarnir . Logoið er gott en mér finnst það þurfa meiri skoðun.þar sem mér sýnist við vera að tala um logo sem mun lifa okkur alla af.
Back to top
gisli
Fri Sep 25 2009, 08:17p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég held að það hafi í raun ekki verið hugmyndin að þetta yrði logo klúbbsins, heldur bara hönnun á límmiða sem yrðu í boði. Mér finnst að logo klúbbsins verði að innihalda skammstöfun hans, SÍS, en svo er líka annað mál að kúpumyndin er teiknuð eftir mynd sem fannst á netinu, svo hönnunin er ,,stolin".
Verður frábær á límmiða, en ekki opinbert logo klúbbsins.
Back to top
gisli
Fri Sep 25 2009, 08:53p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hér er ein tillaga:

Þarf að laga meira ef nota skal.
Back to top
olikol
Fri Sep 25 2009, 09:47p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég hugsaði mér að hafa hauskúpumyndina sem svona logo fyrir fjallagengið, eins og þau mörg eru með. láta standa svo SÍS undir merkinu. Svo aðra litla gluggalímmiða sem stendur á Sukka.is eða SíS
Back to top
B21
Fri Sep 25 2009, 10:22p.m.
Registered Member #64

Posts: 19
líst vel á sukka .is Sís er nafn sem stór hluti þjóðrinnar er annað hvort á moti eða með. alltaf gott að brydda upp á nýjum nöfnum. Samband íslenskra Suzukijeppaeigenda er æðislegasta og best heppnaðasta nafn sem ég hef heyrt í 50ár.Skamstafað SíS. svo gamlir félagar úr bændasamtökum geti nú líka verið með, luma nú sjálfsagt á einhverjum Suzuki jeppum bakvið. lát heyra í ykkur drengir. Ég skrifa hér þó ég sé 54 og finnst mjög gaman, enda fínir strákar með þessa síðu.
kv.Elís.
Back to top
olikol
Fri Sep 25 2009, 11:09p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Það eru nú hærri tölur í þessum klúbbi, Kolli pabbi minn, einn af stofendum er '50 árg, svo eru allavega 3 sem eru komnir yfir fimmtugt og jafnvel sextugt. Þessi súkkuvírus er alveg ólæknandi
Back to top
olikol
Fri Sep 25 2009, 11:11p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
lýst mjög vel á þessa mynd hjá Gísla, hafa annaðhvort sukka.is eða SíS undir myndinni.
Back to top
helgakol
Fri Sep 25 2009, 11:25p.m.
helgakol
Registered Member #9

Posts: 96
mér, sem stelpu, finnst þetta bara mjög flott logo, finnst það flottara ef eitthvað er hjá Gísla, teiknað með penna á blað heldur en í tölvu með þráðbeinum línum

Endilega að hafa þetta bara allt saman sitt hvora límmiðana, hauskúpan, sukka.is og SÍS þá er bara hægt að raða þessu á bílana eins og hver og einn vill.

En hvernig viljiði hafa límmiðana á litinn?? bara svarta á glæru? eða einhvern lit í þessu?
Back to top
Sævar
Fri Sep 25 2009, 11:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það þyrfti að fá þetta í einhverjum ljósum litum líka svo þetta sjáist á dökku bílunum
Back to top
gisli
Sat Sep 26 2009, 12:38a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
helgakol wrote ...

Endilega að hafa þetta bara allt saman sitt hvora límmiðana, hauskúpan, sukka.is og SÍS þá er bara hægt að raða þessu á bílana eins og hver og einn vill.


Þetta er ótrúlega góð hugmynd. Skrýtið að mér, sem strák, hafi ekki dottið þetta í hug
Back to top
gisli
Sat Sep 26 2009, 12:40a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Svo má til fróðleiks geta þess að heimsóknir á forsíðuna á www.sukka.is eru að nálgast 40.000 í þessum mánuði, úr rúmlega 3000 tölvum.
Gaman að fylgjast með hvort hún aukist þegar við erum farin að skarta límmiðum.
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 07:59p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sé hér umræður um lógó og datt þetta í hug og rissaði þetta upp.



Eða kannski svona með smá tilvísan í hið gamla SÍS.

BIO
Back to top
hilmar
Sun Sep 27 2009, 08:08p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Það er ein hugmynd sem ekki hefur komið fram hér og er ekki ný en það er að nota superman merkið með Suzuki S-ið í staðin fyrir það sem er orginal hef séð þetta og það er töff
Back to top
SiggiHall
Tue Sep 29 2009, 05:25p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Logoin hjá BIO væru auðvitað allveg snilld sem merki klúbbsinns
Back to top
gunnarja
Wed Sep 30 2009, 10:31p.m.
Registered Member #65

Posts: 56
Þetta er flott hjá BIO, en þarf þá ekki líka að vera eitthvað mottó ?
Back to top
BaraAddi
Wed Sep 30 2009, 11:44p.m.
Registered Member #68

Posts: 34
ég verð bara að vera sammála mörgum hér inni og segja að myndin sem að gísli postaði hér inn er tilvalin sem límmiði á bíla, svolítið röff, en það er akkurat að mínu mati það flotta við myndina
Back to top
BaraAddi
Fri Oct 02 2009, 01:37a.m.
Registered Member #68

Posts: 34
Jæja það vill svo til að mér er búið að leiðast síðustu 2 tímana eða svo þannig ég ákvað að ná í teikniblokkina mína og byrjaði að skyssa upp hugmynd sem mætti nota sem logo eða hvað sem er bara, en ég er ekki með skanna til að skella henni inná tölvuna þannig spurning hvort ég ætti að taka hana með mér á næsta fund ef ég verð ekki búinn að redda henni hingað inn? fínt að hafa fleiri hugmyndir =)
Back to top
jeepson
Sat Oct 10 2009, 11:40p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Hér er ein tillaga:

Þarf að laga meira ef nota skal.



ég er alveg game í þetta logo. þetta er alveg að gera sig
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design