Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Pálmi Jónsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
palmi88
Mon Feb 07 2011, 11:36p.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
Sælir Pálmi heiti ég

Það tók mig ekki nema eina helgi að fá súkkubakteríuna þegar ég fékk bílinn sem ég á í dag lánaðann yfir eina helgi og ákvað ég þar með að fjárfesta í honum

þetta er suzuki vitara 1995 árgerð 33" breytt 5 dyra 1600cc og lítur bara þokkalega út fékk hann 30.01.11

það sem fylgdi bílnum var ein talstöð og ónýtt útvarp

það sem ég er búin að gera er:
skipti um dempara að aftan og setti nýja dempara frá stillingu,
það var farinn pakkning í pústinu þannig að ég skipti um hana,
stigbrettinn voru orðin laus og ég festi þau,
setti í hann geislaspilara stærri hátalara og 12" keilu í boxi sem passar akkúrat fyrir aftan aftursætið hægrameginn þannig að ég hef pláss til hliðar,
það var allt í rugli í rafkerfinu fyrir aftan útvarpið og ég lagaði það tók mig 2 kvöldstundir enda er það vel gert núna,
skipti um báðar reymarnar,
skipti um olíu á mótor

það sem ég ætla mér að gera:
smíða kassa aftan á hlera fyrir loftdælu og þessi helstu verkfæri,
kaupa mér nýleg 33" dekk,
skipta um tímareim og skipta um heddpakkningu í leiðinni,
skipta um súrefninskynjara
smíða kastaragrind með festingu fyrir krók þannig að auðveldara sé að binda í að framan ef ég skildi festast.
filma afturrúður
fá mér lægri hlutföll (væri til í info um góð hentug fyrir þennan bíl)
reyna að laga hurðarnar allar læsingar festast þannig að hurðarnar lokast ekki (hjálp einhver)
fá mér xenon
ryðbæta þetta litla sem er ryðgað og mála
og auðvitað sukka.is límmiða
þetta er það helsta sem ég man í augnablikinu en mun bæta inn ef mér dettur eitthvað fleyra í hug










[ Edited Tue Feb 15 2011, 10:55p.m. ]
Back to top
einarkind
Tue Feb 08 2011, 01:22p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
velkominn í hópinn og þú verður að setja myndir af kagganum
Back to top
EinarR
Tue Feb 08 2011, 05:50p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Já myndir takk
Back to top
palmi88
Tue Feb 08 2011, 07:32p.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
komin ein léleg
Back to top
hobo
Tue Feb 08 2011, 07:41p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Velkominn.
Varðandi hlutföllin, þá eru 5.125 málið. Ég á til afturdrif með þessu hlutfalli á 12 þús ef þú hefur áhuga.
Back to top
palmi88
Wed Feb 09 2011, 08:43p.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
já ætla að hugsa málið um tíma læt þig vita
Back to top
Sævar
Wed Feb 09 2011, 10:31p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ er eitthvað að heddpakkningunni ekkert vera að skipta um hana ef hún er í lagi, skiptu frekar um vatnskassann og miðstöðvarelementið þá ertu alveg safe í önnur 200 þúsund myndi ég halda.

Heddpakkningin skemmist ekki nema bíllinn ofhitni og það er þá af því að heddið verpist og því þarf að plana það.

öllu jöfnu er heddið þraðbeint og pakkningin vel kramin og því þarf engar ahyggjur að hafa svo lengi sem mælirinn helst á miðju
Back to top
palmi88
Wed Feb 09 2011, 11:58p.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
jæja þá það var búið að hræða mig rosalega um það hvað pakkninginn er veik í þessum bílum en hvað er að fara í vatnskassanum? er ekki hægt að hreinsa hann bara að innan einhvernvegin eða þarf bara að kaupa nýjan?

bíllinn minn er ekinn 146 þúsund
Back to top
BoBo
Thu Feb 10 2011, 12:16a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
hehe getur redneckað það og látið egg í hann virkar í smástund ef það er gat á honum hehe
Back to top
palmi88
Thu Feb 10 2011, 12:20a.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
já vatnskassinn er heill þannig að ég hef engar áhyggjur af honum...bíllinn hjá mér brennir hvorki olíu né hreyfir við vatninu
Back to top
Sævar
Thu Feb 10 2011, 07:40a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ, vatnskassarnir oxyterast að innan eins og allt ál gerir, við það stíflast hann og kæligetan minnkar til muna, svo undir auknu álagi t.d. upp kambana rís hitamælirinn allt í einu, og auðvitað horfir enginn á hitamælinn fyrr en það er orðið of seint...

Kassinn er ekki það dýr að það borgi sig að sleppa honum, strákur inn í umboði mælir með að maður skipti um kassa á 7 ára fresti í þessum bílum, og þá tala ég um skipta um og setja nýjann í staðinn. Annars er hætta á að hann stíflist
Back to top
EinarR
Thu Feb 10 2011, 09:40a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Nýr kassi hjá gretti er ekkert morðfjár eitthvað um 20 þúsund held ég splúnkunýr
Back to top
Sævar
Thu Feb 10 2011, 12:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
28.000 en 16500 í 2 dyra bílinn, munurinn er ekki mikill á þeim og ef ég væri með langan myndi ég sníða kassann úr 2 dyra bílnum í þann langa...
Back to top
palmi88
Tue Feb 15 2011, 10:44p.m.
Pálmi Jónsson
Registered Member #583

Posts: 42
snúran loksins komin þannig að ég henti inn nokkrum símamyndum
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design