Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
hobo
Tue Nov 10 2009, 09:58p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Sælir félagsmenn.
Ég heiti Hörður, fæddur 1981, búsettur í Kópavogi. Er vélstjóramenntaður til hálfs og hef brennandi áhuga á vélum og tækjum af öllum toga.
Er búinn að eiga slatta af bílum um ævina en aldrei átt súkku fyrr en nú. Hef aldrei haft áhuga á að eiga við bíla til að koma stærri dekkjum undir þá, en það breyttist við þessi kaup.
Eignaðist um daginn Suzuki Vitara JLX 1600 16v 5 dyra, ótrúlega vel með farinn bíll með fullkomna smurbók. Fékk hann á 50 þús kall þar sem eigandinn hélt að heddpakningin væri farin en þegar heim var komið kom í ljós að kveikjan var vitlaus á tíma auk þess sem bensínsían var kolstíluð, núna gengur bíllinn eins og í sögu. Hann er ennþá á 29 tommunni en það kannski breytist fljótlega.
Kveðja Hörður

[ Edited Sat Nov 27 2010, 04:48p.m. ]
Back to top
EinarR
Tue Nov 10 2009, 10:17p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Skella honum á 33 allavega. gott þegar bætist í hópinn. Má ekki bjóða þér að kaupa límmiða á bílinn?
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 10:20p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Jú það má vel skoða það. Hvað eru þeir stórir límmiðarnir?
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 10:23p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
.

[ Edited Thu Aug 05 2010, 09:30p.m. ]
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 10:24p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
.

[ Edited Thu Aug 05 2010, 09:30p.m. ]
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 10:44p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857



[ Edited Thu Aug 05 2010, 09:30p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue Nov 10 2009, 10:52p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Flottur, svo er bara að koma honum á stærri skó og þá verður þessi bíll ekki svona one in a million.

Virðist svona í flýti úr fjarlægð vera tiltölulega ryðlítill hjá þér, vonandi að það leynist ekkert undir sílsaplastinu eins og oft er...
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 11:02p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Já það er satt, hann er soldið "uniqe" eftir að hafa legið yfir myndum af bílum Sambandsins. Hann er merkilega riðlítill, örfáar bólur hér og þar. Hef ekki skoðað bakvið sílsaplöstin, vona það besta.
Back to top
hobo
Tue Nov 10 2009, 11:05p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857

..smá beyglur
Back to top
hilmar
Tue Nov 10 2009, 11:28p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Stærri dekk og límmiða og allt klárt, velkominn
Back to top
einarkind
Wed Nov 11 2009, 11:28a.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
jebb setja undir hann 33" í að minstakosti og límmið þá ertu klár í slaginn
Back to top
hobo
Wed Nov 11 2009, 09:33p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Sævar, ég bara varð að kíkja bakvið eitt sílsaplastið áðan, ekki til tæring, bara málning. Þetta eru orðin mín laaangbestu bílakaup!
Back to top
Sævar
Wed Nov 11 2009, 10:48p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er magnað, hentirðu ekki þessum plöstum þá bara? Langbest að hafa sílsana bera svo það sé auðvelt að þrífa af þeim skítinn

Gleðifréttir og alltof sjaldgæft að sjá lítið ryðgaða sílsa á súkkum
Back to top
hobo
Wed Nov 11 2009, 11:17p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
neineinei, maður má ekki tapa þessu litla lúkki sem er og kasta þeim! Úr einu í annað, er eitthvað til af 16" 5 gata súkku felgum fyrir 33 tommu dekk? Sé ekkert af því auglýst. Veit nefnilega af 10 ára gömlum ónotuðum 33" negldum dekkjum sem ég get fengið fyrir lítið en þau þurfa 16" felgur. Þær mættu vera ljótar þar sem ég get sandblásið og sprautað sjálfur.
Endilega láta mig vita ef þetta finnst.
Back to top
Sævar
Thu Nov 12 2009, 12:05a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eflaust er það til en algengara þá á stærri gömlu scout og blazer??? og auðvitað willys


16" felgurnar undan grand vitöru eru 9" breiðar að mig minnir
Back to top
hobo
Tue Nov 17 2009, 11:34p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857


Fyrirhuguðu dekkin á patrol-felgum.
Er þetta ekki allt annað?
Back to top
Sævar
Wed Nov 18 2009, 12:01a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
jú þetta munar, ætlarðu s.s. ekkert að hækka hann eða er þetta bara svona skeptísk mynd ??

Og eru þetta ekki 16 tommu felgur? :s
Back to top
hobo
Wed Nov 18 2009, 07:36a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
hann er hækkaður núna 1" að framan og 3" að aftan. einhver boddíhækkun bíður. jú þetta eru 16" felgur. Svo hækkar bíllinn talsvert þegar hann er kominn á dekkin.
Back to top
Sævar
Sun Nov 22 2009, 12:13p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hobo wrote ...
Það var peningalykt í bílnum mínum áðan, var að fjárfesta í fjórum kringlóttum undan foxinum, líta vel út.


Og er þá meiningin að gera pláss fyrir þau undir súkkuni?? ;D
Back to top
hobo
Sun Nov 22 2009, 12:50p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
já það verður víst að gera það, maður prófar sig áfram.
Back to top
hobo
Tue Nov 24 2009, 10:20p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þetta er allt annað að sjá! Dekkin komin undir en samt er langt í land.
Þetta er það mikill munur að þegar ég setti bílinn í gang eftir dekkjaskiptin heyrðist mér koma nýtt hljóð undan húddinu, svona kröftugt trukkahljóð.
En það hefur líklegast bara verið ímyndun... :/

Back to top
einarkind
Wed Nov 25 2009, 12:07a.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
það er alltaf trukka hljóð í súkkunum
Back to top
Sævar
Wed Nov 25 2009, 07:04a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nú lýst mér á þig. Þetta er allt annað að sjá, ekki lengur gamall afabíll
Back to top
gisli
Wed Nov 25 2009, 08:41a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hann er líka ánægður á svipinn.
Back to top
hobo
Wed Nov 25 2009, 07:43p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
já hann er greinilega brosandi á myndinni
Back to top
hobo
Fri Jan 15 2010, 11:43p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Langaði að telja upp það sem ég er búinn að gera við grænu byltinguna frá kaupum.

Skipt um:

tímareim,
kælivatn,
bremsuklossa,
pakkdós í framdrifi,
vélarolíu og síu,
viftureimar,
bensínsíu,
nokkrar perur,

Breytingar:

aukahækkun að aftan um 2,5cm, samtals um 7cm að aftan og 2,5cm að framan,
32" dekk og álfelgur,
drullusokkar,
skorið úr,
soðinn flatur renningur í brún hjólaskálar fyrir sérhannaða brettakanta úr framtíðinni
slípað og blettað hér og þar við hjólaskálar þar sem ryð hafði myndast

Ég bjó mér til brettakanta úr dekkjum sem ég skar niður. Þetta virðist koma vel út og er ansi ódýr leið.

Ég mun klára þetta um helgina og sendi svo inn myndir af útkomunni.


Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 11:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Góður, kreppubreytingar eru núið
Back to top
jeepson
Sat Jan 16 2010, 02:21a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Kreppu breytingar eru klárlega málið strákar. hlakka til að sjá hvernig þessir kreppu kantar koma út hjá þér
Back to top
EinarR
Sat Jan 16 2010, 04:08a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
mínir voru ekki dýrir
Back to top
gisli
Sat Jan 16 2010, 07:51a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Kreppa er ekki til, það er hallæri.
Og hallæri er gott, því það er alltaf undanfari góðæris.
Hlakka til að sjá myndir.
Back to top
jeepson
Sat Jan 16 2010, 01:25p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Kreppa er ekki til, það er hallæri.
Og hallæri er gott, því það er alltaf undanfari góðæris.
Hlakka til að sjá myndir.


Þessi speki er nú bara nokkuð góð hjá þér. verst að næsta góarí verður ekkert næstu 10 árin.
Back to top
gisli
Sat Jan 16 2010, 11:58p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
jeepson wrote ...

gisli wrote ...

Kreppa er ekki til, það er hallæri.
Og hallæri er gott, því það er alltaf undanfari góðæris.
Hlakka til að sjá myndir.


Þessi speki er nú bara nokkuð góð hjá þér. verst að næsta góarí verður ekkert næstu 10 árin.


Mitt góðæri er að bresta á, verður komið í hvínandi botn með vorinu.
Hins vegar er ég kominn með lausn á Ice**ve reikningnum:
Bjóðast til að skipta öllum Range Rófunum hérna fyrir súkkurnar þeirra, mismunur kaupverðs borgar reikninginn, greyin sem við hirðum bílana af hérna detta í lukkupottinn því þeir fá súkkur og höfðu hvort eð er aldrei efni á neinu dýrara.
Svo getum við boðið Hollendingunum sama díl á Benz eða öðrum álíka hégóma.
Vöruskiptajöfnuðurinn verður jákvæður áfram því að það sparast svo mikið bensín á þessu og væntingavísitalan sprengir skalann því fyrrum skuldþjakaðir dollaragrínseigendur verða svo ánægðir með súkkurnar sínar.
Back to top
jeepson
Sun Jan 17 2010, 01:33a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

jeepson wrote ...

gisli wrote ...

Kreppa er ekki til, það er hallæri.
Og hallæri er gott, því það er alltaf undanfari góðæris.
Hlakka til að sjá myndir.


Þessi speki er nú bara nokkuð góð hjá þér. verst að næsta góarí verður ekkert næstu 10 árin.


Mitt góðæri er að bresta á, verður komið í hvínandi botn með vorinu.
Hins vegar er ég kominn með lausn á Ice**ve reikningnum:
Bjóðast til að skipta öllum Range Rófunum hérna fyrir súkkurnar þeirra, mismunur kaupverðs borgar reikninginn, greyin sem við hirðum bílana af hérna detta í lukkupottinn því þeir fá súkkur og höfðu hvort eð er aldrei efni á neinu dýrara.
Svo getum við boðið Hollendingunum sama díl á Benz eða öðrum álíka hégóma.
Vöruskiptajöfnuðurinn verður jákvæður áfram því að það sparast svo mikið bensín á þessu og væntingavísitalan sprengir skalann því fyrrum skuldþjakaðir dollaragrínseigendur verða svo ánægðir með súkkurnar sínar.


Heyrðu nafni. Þú gleymdir einu. Þar sem að allir verða komnir á súkkur. þá stækkar súkku klúbburinn líka þar sem að við setjum þetta upp að allir verða skyldir til að vera í klúbbnum og merktir sukka.is
Back to top
hobo
Sun Jan 17 2010, 09:50a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það þarf að opna nýjan þráð merkt heimspekilegar umræður!
Back to top
jeepson
Sun Jan 17 2010, 04:34p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...

Það þarf að opna nýjan þráð merkt heimspekilegar umræður!


Hahaha já það er alveg spurning sko
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design