Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
olikol
Mon Jun 22 2009, 07:09p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Hvaða ætla Gunni og Gísli að gera í því?? ætliði að skipta um vél eða reyna laga þær?? Tilvalið tækifæri fyrir Gísla að setja Vitöru throttlebody-vél....
Back to top
gisli
Mon Jun 22 2009, 09:52p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég er ekki búinn að ákveða, þarf að skoða hvað kostar að græja nýja heddpakkningu, annars stendur til boða ein 1300 vél eða að reyna að finna 1600. Allt saman raunhæfir kostir, en þó líklega auðveldast og fljótlegast að skipta bara um pakkninguna.
Back to top
birgir björn
Mon Jun 22 2009, 10:16p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ertu buin að kikja á eldgreinina gísli?
Back to top
hilmar
Mon Jun 22 2009, 10:21p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Sáuð þið fréttirnar í kvöld frá Galtarvita þar stóð ein Súkka og svo kom fram í fréttinni hvað það var erfitt að komast þangað. Það er alltaf Suzuki færi.
Back to top
olikol
Mon Jun 22 2009, 10:53p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Já tók eftir henni en sá ekki almennilega hvort þetta var 410 eða 413. Var ekki bara hægt að komast þangað sjóleiðis?
Back to top
hilmar
Mon Jun 22 2009, 11:03p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467273/2009/06/22/12/ Held að þetta sé slóðinn
Back to top
hilmar
Mon Jun 22 2009, 11:05p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Þetta er 410 orðin frekar lúinn en það væri samt gaman að gera leiðangur og sækja gripinn. bara upp á grín
Back to top
helgakol
Mon Jun 22 2009, 11:17p.m.
helgakol
Registered Member #9

Posts: 96
ójá! til er ég
Back to top
Gunni_Bazooka
Tue Jun 23 2009, 08:16a.m.
Registered Member #16

Posts: 53
Ég veit það ekki....ef mótorinn minn er enn í lagi kostar heddpakkning hjá umboðinu 8000 kr.... Vélin mín er náttúrulega þetta mikið tjúnuð, ætti að vera þess virði að lappa uppá hana.....þó svo að mig langi oft á tíðum í aðeins meiri kraft á þjóðveginum......veit ekki hvað er hægt að gera.....taka kannski kaskó tryggða benzann hans pabba og negla á svona eina 1600 vitöru.....þá fæ ég nýja vél og pabbi nýjan bíl.....
Back to top
Sævar
Tue Jun 23 2009, 11:39a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er ekki eins og það sé mikið mál að skipta um heddpakkningu á þessum truntum
Back to top
Sævar
Tue Jun 23 2009, 11:40a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Verra ef þeir hafa ofhitnað mikið hjá ykkur þá gæti heddið verið sprungið, þá þarf að láta plana það(mæli með því að það sé ALLTAF gert þegar heddpakkning fer) og ef það dugar ekki þá er heddið ónýtt.

ÞÁ færðu þér stærri vél!
Back to top
Gunni_Bazooka
Tue Jun 23 2009, 02:34p.m.
Registered Member #16

Posts: 53
Heyrðu, ég var að frétta af einum sem er að seta SAAB 9000 turbo vél ofan í Jimny....spurning hvernig það gengur hjá honum.....

EN vitöruvélar falla ekki af trjánum er það?
Back to top
olikol
Tue Jun 23 2009, 05:17p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
jú oft, svo er líka alltaf hægt að redda 413 heddi. Ingó var búin að leggja heilmikla vinnu í þessa vél hjá þér, ég myndi ekki týma láta hana fjúka.
Back to top
Sævar
Tue Jun 23 2009, 05:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jeppahlutir á Íshellu eru með fullt af G16A og G16B vélum til sölu, flestar í bílum.

en þar á bæ er verðlagningin auðvitað pínu frjálsleg.
Back to top
Gunni_Bazooka
Tue Jun 23 2009, 05:49p.m.
Registered Member #16

Posts: 53
já óli minn....það vissi ég nú fyrir og einmitt þessvegna er ég efins....ég veit bara ekki hvernig ég finn út úr þessu...
Back to top
baldur
Fri Jul 31 2009, 02:18p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Ég hef nú aldrei borgað meira en 25 þúsund fyrir G16B vél, og ég er nú búinn að kaupa nokkrar svoleiðis í gegnum tíðina.
Ef að heddið springur þá er plönun ekki að fara að hjálpa neitt, en oft má nú minnka lekann verulega með blokkarþétti. Þessi hedd reyndar springa yfirleitt á sama stað og eru oft vel viðgerðarhæf fyrir menn sem geta soðið ál.
Back to top
gisli
Mon Aug 10 2009, 12:31p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Heddið mitt er komið á og læðan malar af ánægju!

[ Edited Mon Aug 10 2009, 12:31p.m. ]
Back to top
olikol
Mon Aug 10 2009, 08:08p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Flott! ertu þá ekki klár í slaginn fyrir næstu helgi??
Back to top
gisli
Thu Aug 13 2009, 08:15a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég vonast til að geta komið með, veit ekki hvort ég myndi gista, því ég er með bæði krílin með mér, en amk keyra með annan daginn.
Annars er ég orðinn internetlaus heima fyrir og því er virknin á sukka.is ekki sem skyldi. Ég biðst forláts á þessu.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design