|
||
|
Velkomin/n á Sukka.is, vefsíðu Sambands Íslenskra Suzukijeppaeigenda.
Þú ert EKKI innskráð/ur. Til að nýskrá þig getur þú smellt HÉR Eftir innskráningu getur þú tekið þátt í umræðum á spjallinu og skrifað skoðun þína við fréttir á forsíðunni. Ef einhver vandamál koma upp við skráningu eða við síðuna yfir höfuð, hafið samband við Saebbi at gmail.com Súkka.is 13 ára! Það var á þessum degi fyrir 13 árum síðan sem ungur súkku-unnandi tók þá ákvörðun í samráði við nokkra félaga SÍS (Sambands Íslenskra Súzukieigenda) að stofna heimasíðu og spjallborð. Segja má að virknin á spjallborðinu hafi verið mikil meðan forsprakkarnir voru fullir eldmóð, en fór dalandi bæði með tilkomu aukinna vinsælda Facebook hópa svo og dvínandi áhuga forsprakkanna á Suzuki jeppaeign. Þar með talið hjá undirrituðum. Þó er það svo að allir bera virðingu fyrir bernskubrekunum og er uppihald þessarar vefsíðu sem þó er aðallega til aflesturs frekar en skrifa í seinni tíð til marks um þá virðingu. Nú er raunar þannig fyrirkomið að undirritaður er aftur orðinn Suzuki jeppaeigandi og því aldrei að vita hvort virkni færist á smíðaþráð á vefnum innan tíðar... sjáum til! En súkka.is er komin á táningsaldur, skál fyrir því! Súkka.is komin á skrið! Júlíus Þór Bess Ríkharðsson hefur boðið fram hjálparhönd við að halda síðunni okkar á lífi, færum honum þakkir sjá umræðu á spjallborði hér Súkka.is sjö ára Nú er liðinn sá tími að súkka.is er að klára fyrsta grunnskólabekk, alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða og allt það. Hér tek ég saman nokkra af þeim þráðum af spjallinu sem mér hafa þótt hvað skemmtilegastir í áranna rás ath. að margir skemmtilegir þræðir eru búnir að týna öllum myndum, sem er synd og skömm Ég tel því upp þá sem enn hafa virkar myndir Langjökulsferð milli jóla og nýárs 2009 Lókur í laug jan. 2010 Suzuki LJ-80 af austfjörðum Einar Sveinn frumsýnir LJ-10 bíl sinn m.a. Gísli Jeepson var ansi duglegur að setja inn myndir af vestfirskum súkkum í snjó Súkkur á Egilsstöðum Hólmar Hornfirðingur fór að eldgosi við Fimmvörðuháls 2010 Fleiri myndir frá Fimmvörðuhálsi Súkkur landsins, margar myndir eru óvirkar því miður Monster Jimny Gísli Jeepson kynnir okkur fyrir Siglfirðingnum Guðna Sveins, frásögn hægt væri að halda nær endalaust áfram, t.a.m. er spjallflokkurinn breytingar og smíði ofl. með 17 blaðsíður af þráðum... Endilega bendið á skemmtilega þræði í komment og ég skal setja þá hér fyrir ofan Súkka.is risin upp frá dauðum Sukka.is hefur nú legið niðri í 380 daga, lítið hefur verið spurt um hana en nú býðst öllum að nálgast upplýsingar á síðuna á ný, hér er ógrynni af myndum og upplýsingum um þessa frábæru bíla Ég hef greitt fyrir lénið sukka.is í ár í viðbót og ef vel tekst til þá held ég þessu opnu áfram, hvet því alla súkku áhugamenn að vera duglega að setja inn myndir og skapa umræðu Gleðilegt sumar Sælir félagar og takk fyrir síðast, - virkni á síðunni hefur verið lítil og ég verið latur að fylgjast með, eins og sjá má hefur ekkert verið skrifað hér síðan sl. jól Þetta stendur auðvitað allt til bóta og allt það... sjáum hvað gerist með haustinu þegar súkkumenn flykkjast á fjöll kv. Sævar Gleðilega hátíð Sælt verið fólkið og gleðileg jól og áramót og nýtt ár og allt klabbið og ef þú heldur ekki uppá jól ... gleðilegt whatever . Vonandi hafið þið gott yfir hátíðarnar og borðið og njótið vel. Kjötsúpukvöld Fyrirhugað kjötsúpukvöld n.k. mánaðamót hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra aðstæða. dagsetning nánar auglýst síðar. Hugsanlega verður haldinn fundur í húsnæði súkkuklúbbsins um miðjan desember. kv. Sævar Fundur á fimmtudag FUNDUR Ég minni ykkur á fund sem haldinn verður á fimmtudagskvöld næstkomandi. sjá nánari uppls. https://www.facebook.com/events/440262379411322/?ref=3&ref_newsfeed_story_type=regular Fundur 17 okt Fundur verður haldinn þann 17 okt. næstkomandi kl 19.30 í húsnæði klúbbsins við Trönuhraun 2 í Hafnarfirði boðið verður upp á snakk og gos fyrir þá sem mæta Aðalefni fundarins eru ferðamál, enginn sérstakur umsjónarmaður verður með fundinum annar en ég, þó ég hafi sjálfur ekki mikið til málanna að leggja en hérna gefst áhugasömum meðlimum tækifæri til þess að kynnast öðrum og bjóða með sér í ferðir. kv. Sævar Suzuki viðburðir á komandi mánuðum Sælir félagar, Undanfarið hefur borið á miklu sinnuleysi af hálfu stjórnenda síðunnar hvað varðar uppfærslur og auglýsingar af viðburðum, en það stendur þó til bóta og ætla ég því að boða til fundar á haustdögum. Dagsetning verður frekar auglýst síðar en ég geri ráð fyrir að fundurinn verði um miðjan október. Farið verður yfir mál vefsíðunnar og það sem betur má fara, gamlir þræðir rifjaðir upp og lífgaðir við auk þess sem endurskipulagning og útlitsbreyting verður rædd. Þeir sem áhuga hafa á að sjá um ferðir tengdum suzukijeppaeigendum á komandi vetri, eða hausti mega endilega hafa samband við mig eða aðra stjórnendur vilji þeir fá ferð sína auglýsta hinum almenna suzukijeppaeiganda hér á forsíðunni. Sjálfur stefni ég á að sjá um amk. eina auðvelda jeppaferð og ef vel gefst með góðum mannskap að fleiri ferðir fylgi í kjölfarið, bæði lengri og styttri.(Allt byggist þetta auðvitað á því að ég nái að klára jeppann minn) Það er skrítið að vera að skrifa inn frétt hér á sukka.is, síðast gerði ég það í október! Fylgist með dagsetningu fundarboðsins sem gefin veður út fyrrihluta október. Með kveðju, -Sævar s. 845 8799 |
|
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. |