Online

Welcome

Chatbox

Poll

MYNDAKVÖLD
Nú ætlum við að hittast!
Ykkur er boðið á myndakvöl þar sem ég og vonandi fleirri koma með myndir af súkkum og við förum yfir þær myndir saman. Svona okkur til gamans.
Það er ekki bannað að koma með mydir af örðru en súkkum, samt verða að vera súkkur í meirihluta. Til dæmis eru myndir úr ferðum alveg meira en velkomnar.

Ég bíð heim og við verðum bara inni hjá mér að skoða þetta í svjónvarpinu, verð með tölvu beintengda.

Það má koma með nammi, snakk og gos!

Höfum þetta eins og í titlinum seigir á sunnudaginn næsta (10 Jan)
Klukkan 8, heima hjá mér í Vorsabæ 13 (110 RVK)

Hringja bara ef það er eitthvað, Sími ; 615-2181
Sævar on Thursday 07 January 2010 - 16:18:34 | Read/Post Comment: 5
Fundur 28 des
Fundur verður haldinn þann 28 des.

Tilefnið er ekki nema bara að hittast og tala um eitthvað annað en Jól og stess í kringum það. Væri Jafnvel hægt að ræða ferð, kaupa límmiða eða bara skoða myndir. Fara yfir það sem við höfum gert á liðnu ári.

Staðsetning: Vorsabær 13, 110 Árbæ

Síminn hjá mér er: 615-2181 Einar

Tímasetning: 8 svo að það sé nú hægt að borða áður en maður kemur.

Hvetjum nýliða til að koma á fundin og vonast til að sjá sem flesta.

Sjá nánar í þræði:
http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?5341.0#post_5492
Sævar on Thursday 24 December 2009 - 13:15:05 | Read/Post Comment: 4
Jólakveðja


Gleðileg jól og farsælt komandi ár súkkubændur.

Vonum að landið lýti nokkurnveginn svona út á nýju ári.
Sævar on Thursday 24 December 2009 - 08:30:16 | Read/Post Comment: 3
,,Skuggi", nútíma Ford T - Ómar Ragnarsson
Nú fyrir helgina ók ég frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á nær 24 ára gömlum smájeppa af gerðinni Suzuki Samurai sem er bandarísk útgáfa af Suzuki Fox.  Hann er svartur og ég kalla hann "Skugga." DSC00163Ég krækti í þennan jeppa fyrir níu árum fyrir nokkra tugi þúsunda og þá var búið að aka honum á þriðja hundrað þúsund kílómetra.Það mátti heyra á vélinni og finna í gírskiptingu að mikið slit var komið í þennan aldraða bíl.Hljóðið í vélinni var farið að líkjast hljóði í dísilvél en þó kom hann vel út í mengunarmælingu því að hann var gerður til að standast kröfur Kaliforníu í Bandaríkjunum.

[ Read the rest ... ]
gisli on Monday 21 December 2009 - 09:33:11 | Read/Post Comment: 5
Fundur fyrir næstu jökulför
Fundur verður haldinn í aðstöðu Stebba Bleika í Hafnarfirði Fimmtudaginn næsta 10 des. kl 20:00 í Rauðhellu 5, meðal þess sem rætt verður um eru drög ferðar helgina eftir, 13 des og verða útskýrð ferðaáætlun og plön á fundinum.

Um ferðina:


Ferðinn er á sunnudaginn 13 des. Mæting hjá Shell við Ölgerð klukkan 8.45 og lagt af stað klukkan 9. Keyrt á þingvelli og farið þar beint um Kaldadal og uppá jökul við Jaka. Ætlunin er að hafa gaman að ferðinni og meðal skemmtibúnaðar verða snjóbretti og stígasleðar með í ferð en auðvitað verða súkkurnar okkar aðal leiktækin.



FERÐINNI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ
UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VEÐURS, Nánar auglýst síðar

uppf. 11. des 09

---------------------------------------------------------------


Á fundinum verður til sýnis Hólmavíkursúkka Stebba Bleika

Sími og aðrar upplýsingar um fundinn eru að finna hér á spjallinu

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?3753.0#post_4083


Sjáumst í súkkujólastuði.
Sævar on Sunday 06 December 2009 - 18:28:28 | Read/Post Comment: 6
Bílsýning og fundur
Annaðkvöld, Þriðjudaginn 24 nóvember verður haldinn fundur, og bílsýning í heimahúsi Einars Sveins,

Sýningargripurinn er ekki af verri gerðinni, heldur einn fárra, jafnvel sá eini sinnar tegundar hér á landi,

Suzuki LJ-10 1971 árgerð



við skulum halda fund skoða bílinn og taka smá myndamarþon og gott spjall.
 (þetta er líklega fyrsta súkka á íslandi.)


Einhverjar vonir eru á lofti að sjálfur heiðursmeðlimurinn Ómar Ragnarsson láti sjá sig.




Límmiðar verða til sýnis og sölu á staðnum þannig kjörið tækifæri til að gera bílinn sinn flottari og auglýsa klúbbinn um leið.



Fundurinn verður haldinn frá kl 20:00 um kvöldið að Vorsabæ 13, 110 Reykjavík síminn hjá Einari er 615-2181






Sævar on Monday 23 November 2009 - 22:58:14 | Read/Post Comment: 6
Þjófnaðarfaraldur á Suzuki bílum
Undanfarnar vikur hefur borið á því að Suzuki bílum hafi verið stolið, hér er frétt um málið frá MBL

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/19/jepplingum_stolid/


Skondið við þessa frétt að þarna er sett mynd af gamla fox




En í fréttinni kemur fram að þessir bílar sem voru flestir af gerðinni SIDEKICK voru allir settir í gang með lyklum af öðrum bílum, því hvet ég ykkur sem eigið þessa eldri bíla, með slitnum lásum, og ekki með immobilizer að skoða það mál sérstaklega, að fá jafnvel nýjan betri lás, höfuðrofa á kveikju eða bensíndælu, o.s.f.v. því það er orðið frekar seint þegar bíllinn er farinn.


Einnig minni ég á að hvíti sidekickinn er enn ófundinn, en af honum er ekki til nein sérstök mynd, hann þekktist þó af því að í afturrúðunni voru einhverjar fígúrur og sólskyggni fyrir barn ásamt barnabílstól. Bíllinn er hvítur, fjögurra dyra, óbreyttur og með númerið PL-148.

Baráttukveðjur, Sævar
Sævar on Thursday 19 November 2009 - 17:43:28 | Read/Post Comment: 6
Ferð litlunefndar F4x4, Laugardaginn 21 Nóv
Sælir, við höfum nokkrir úr Sukka skráð okkur í Litlunefndarferð F4x4, til þess að sýna þeim hverjir eru bestir að sjálfsögðu.
Hvetjum ykkur að skrá ykkur, það kostar ekki neitt, dagsferð, allar jeppastærðir leyfilegar.
Gott skap, vonandi smá snjór enda kuldaspá...

-Endilega ef þið skráið ykkur, biðjið um að fá að vera í hóp með okkur sukka strákunum svo við höldum almennilega hópinn. Við sem höfum þegar skráð okkur erum Sævar Örn, Brynjar og Sigurjón.

Hér er allt um ferðina og skráning http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=951:skraning-hafin-i-novemberfere-litlunefndar&catid=75:litlanefnd&Itemid=130


PS MINNI Á FUNDINN FYRIR FERÐINA SEM HALDINN VERÐUR FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 19 NÓV Á EIRHÖFÐA sjá kort MÆTING KL kl. 20:00. Á kynningarfundinum verður farið yfir leiðaval og helstu öryggisatriði kynnt, auk grunnnámskeiðs í jeppamennsku fyrir þá sem hafa áhuga á því.
Við hittumst á Shell, Select við Vesturlandsveg á laugardagsmorgninum kl. 8:30, en lagt er af stað stundvíslega kl. 9:00. Við áætlum að vera komin til byggða fyrir kl. 19:00 á laugardagskvöldinu.


Sjáumst HRESS!!

Sævar on Tuesday 17 November 2009 - 18:54:46 | Read/Post Comment: 10
Súkku stolið
Í nótt var suzuki vitara 3 dyra, 97 árg, stolið af malarplaninu við skuggahverfið. Súkkan er græn á 31" dekkjum og mjög riðguðum felgum, nr er ER-546
Ef þið sjáið hana endilega hafið samband
Þráinn s. 8638528
Aðalheiður s.7723913
eða lögregluna

Sjá mynd hér


ÖNNUR SÚKKA Í ÓSKILUM

Neðri bíllinn er fundinn, 14. nóv



Grænni Suzuki Sidekick, 95 módel var stolið fyrir utan Tækniskólann við Skólavörðuholt. Bíllinn þekkist helst á því að á honum er rauð afturhurð, og bílnúmerið er DF 480. Upplýsingar berist í síma 866 3297 eða lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Fundarlaunum heitið.
Sjá mynd!


ENDILEGA hafið augun opin fyrir þessum bílum, það hefur fjórum bílum sem ég veit af verið stolið af þessum vitara og sidekick gerðum svo ekki er alls óvíst að þarna séu sömu menn á ferð.
Ef þið sjáið varahluti í súkkur til sölu væri einnig gott að fá að vita af því og þá helst hvernig litur á boddyhlutum sé o.s.fv.

Eins hvet ég ykkur súkkueigendur til að hirða allt lauslegt úr bílunum, svo sem tæki talstöðvar, GPS, verkfæri og þ.h. og læsið. Eins hefur mikið borið á dekkjaþjófnaði og því skal hafa varann á ef bíllinn er látinn standa óséður eða þar sem lítil umferð er. N1 selur líka felgurær sem eru með láshaus og kosta ekki stóran pening, getur marg borgað sig því hvert sett hefur mismunandi munstur og kemur í veg fyrir að hægt sé að losa dekkin undan bílnum með venjulegum verkfærum.



Bætt við af Sævari Erni.



Neðri bíllinn er fundinn, 14. nóv


gisli on Monday 09 November 2009 - 21:02:33 | Read/Post Comment: 6
Þriðjudagsfundur
Fundur í kvöld verður haldinn með óvenjulegu sniði frá fyrri vana, hér er meira um það mál

Ég verð að fá fund uppá að losna við eitthvað af þessum miðum sem ég er kominn með.
SVo þarf að sjálfsögðu að ræða hvar og hvenær á að halda fundi framveigis.
Býð ykkur þá á fund heim til mín í kvöld klukkan 8.
ég á heima í Vorsabæ 13 110 RVK (árbæ) v.m niðri. þeir sem eiga von á miðum endinlega mæta og sækja þá.

Kv. Einar Sveinn
Ps. ef þið villist þá má alveg hringja bara S:615-2181



Í framtíðinni verða fundir með þessu sniði, en ég hvet ykkur til að kjósa í könnuninni okkar hérna vinstra megin á síðunni, það ætti að gefa okkur einhverja hugmynd um hverskonar fundarsnið þið hafið áhuga á, og já ef þið hafið upp á fundarstað að bjóða, bílskúr með súkkudóti, heimahús eða fundarsal þá endilega látið í ykkur heyra því við verðum að halda áfram að hittast amk. einu sinni í mánuði.
Sævar on Tuesday 03 November 2009 - 12:38:53 | Read/Post Comment: 0
Go to page  1 2 3 4 5 [6] 7 8

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.