Online

Welcome

Chatbox

Poll

Þjóðhátíðargleði
Sælt og blessað sé fólkð
það er alveg að detta í 17 Júní og vil ég fyrir hönd Suzuki klúbbsins kasta hátíðarkveðju á ykku öll sömul og eigi góðan dag
hef þetta stutt nú að sinna en ég segi bara skemmtið ykkur vel og reynið ekki að skemma neitt
AA-Robot on Friday 14 June 2013 - 19:13:21 | Read/Post Comment: 0
súkka.is app
Blessaðir aftur

Vildi svona henda inn einhverjum fréttum hérna er aðeins byrjaður að búa til súkka.is app er komin með proto týpu fyrir android sem satt að segja sökkar (appið ekki android). En þetta er allt í vinnslu og þetta verður vonandi tilbúið fyr heldur enn seinna.
Þætti gaman að vita hversu margir gætu mögulega nýtt sér svona snjallsíma app fyrir android og ios endilega commenta hér fyrir neðan eða bara búa til nýjan þráð.
AA-Robot on Saturday 09 March 2013 - 00:23:12 | Read/Post Comment: 0
Daginn / Kvöldið
Sælir og blessaðir

Fannst vanta nýja kveðju hérna á forsíðuna og ákvað ég því að henda einni inn
hef nú ekkert merkilegt að segja í þetta skiptið. Það sem mér langaði hins vegar að gera er að benda á tengla safn linkin hér efst á síðunni, af einhverju ástæðum þá hefur það alveg farið framhjá mér og eflaust einhverjum fleirum. Mikið af sniðugum tenglum sérstaklega fyrir þá sem eru í breytingum og endurbætingum.
AA-Robot on Wednesday 20 February 2013 - 12:54:24 | Read/Post Comment: 1
Gleðilega Jól
Sælt og blessað sé Suzuki fólk nær og fjær ef þú býrð ekki í helli og ferð út allavega einu sinni í viku þá ertu líklega búin að taka eftir því að jólin eru að koma. Að því tilefni gefnu þá vil ég óska öllum gleðilegra jóla og farsælt komandi árs. Vonandi fáið þið varahlutin sem ykkur vantar fyrir bílin eða hlutin þarna sem þú talaðir um að þér langaði í , í jólagjöf í ár og vonandi verða jólin hjá þér og ykkur ánæguleg og stútfull af hamingju og allskonar gleði.
AA-Robot on Friday 14 December 2012 - 19:01:10 | Read/Post Comment: 1
Kjötsúpukvöld
Sælir Sukka.is meðlimir nær og fjær
Eins og margir vita þá var ákveðið að halda kjötsúpu kvöld 24 nóvember næst komandi.
Það mun vera haldið í Hafnarfirðinum í núna official klúbbahúsinu sem er að Trönuhrauni 2.
Eins og nafnið gefur til kynna þá verður kjötsúpa fyrir svanga, en mælt er með því að fólk komi með sitt eigið áfengi því eftir kjötsúpuna þá dettur bakkus í heimsókn.

fyrir þá sem ekki rata þangað þá eru leiðbeiningar Hér


Aðgangseyrir 700 kr undir kostnað

vonandi mæta sem flestir því að súkku menn kunna að skemmta sér

↓ kommentið fyrir neðan ef þið eruð með einhverjar skoðanir á þessu ↓
AA-Robot on Friday 02 November 2012 - 17:03:00 | Read/Post Comment: 1
Límmiðar á Bíldshöfða
hægt er að nálgast sukka.is límmiða á bíldshöfða 18, bakvið hamborgarabúlluna.

hægt að hringja og athuga lagerstöðu í síma 615 2181

Einar Sveinn
EinarR on Friday 19 October 2012 - 00:06:49 | Read/Post Comment: 1
Fundarboð
Sælir súkkuvinir, nú eru liðnar nokkrar vikur frá því ætlun var að halda fund Suzukijeppamanna.

Ákveðið hefur verið að halda fund þann 18 október kl 19.30.

Boðið verður upp á kók og snakk þannig þið sem ekki hafið erindi vegna bílaáhugans hafið eitthvað að gera með að hanga þarna...

Dagskrá fundarins verður ekki með formlegu sniði, nýjum meðlimum verður boðið að kynna sér starf vefumsjónar og þeim sjálfboðaliðum boðið að prófa það til reynslu.



Staðsetning fundarins er í Hafnarfirði, sjá kort á já.is, í glugganum stendur vefslóð klúbbsins www.sukka.is

Hér



Sjáumst hress og kát og mætum á okkar súkkum

Sævar on Monday 08 October 2012 - 18:12:34 | Read/Post Comment: 1
Næstkomandi fundur
Sælir súkkuáhugamenn nær og fjær, einhvern fimmtudag á næstunni verður haldinn fundur í fundarhúsnæði súkkuklúbbsins í Hafnarfirði.

Á dagskrá eru eftirfarandi hlutir


  • Stjórn síðunnar, okkur vantar ferskt blóð í umsjá síðunnar þar sem við sem fyrir vorum erum orðin of áhugasnauðir fyrir henni


  • Ferðalög komandi sumars og veturs, við verðum að skipuleggja amk. 1 sæmilegann hitting í sumar á súkkum, mér er sama hvort það er hellisheiði, úlfarsfell eða þvert yfir sprengisand,


  • Hvað hefur verið að gerast á síðunni, við förum yfir helstu smíðafréttir úr skúrum súkkuáhugamanna


  • Þeim sem hugsast getur að setjast í stjórn súkkusíðunnar eru beðnir að stíga fram og kynna sig, ef um marga ræðir verður haldin kosning á staðnum, í raun vantar bara tvo aðila, frambjóðendur þurfa ekkert nema að kunna skrifaða íslensku ágætlega og hafa áhuga á suzuki.







dagsetning verður auglýst síðar fylgist með


mbk. Sævar
Sævar on Sunday 27 May 2012 - 10:54:16 | Read/Post Comment: 1
Uppfærsla á síðunni
næstkomandi helgi verður síðan ekki virk sem skyldi, uppfærsla mun standa yfir amk. á föstudagskvöldi, en ef allt gengur vandræðalaust fyrir sig mun hún vera orðin eðlileg morguninn eftir.

Skemmtið ykkur bara úti í skúr á meðan.


Nánar um uppfærsluna má lesa HÉR, Það sem helst breytist eru öryggisnet og aukafídusar auk þess sem útlit verður notendavænna.


mbk. Sævar vefstjori
Sævar on Wednesday 15 February 2012 - 12:32:02 | Read/Post Comment: 1
Ef ykkur langar í límmiða
Fyrir þá sem langar að skella Sukku.is límmiðum á bílinn hjá sér.

Ég er með límmiða fyrir áhugasama, ég get sent þá (frítt) eða þið getið nálgast þá í Hafnafjörðin eftir samkomulagi.
Verðin eru hérna;
allt fæst í hvítu og svörtu.
SUKKA.IS fæst í 3 stærðum L, M & S
L = 60cm*10cm -=- 1000 kr.
M = 40cm*7,5cm -=- 800 kr.
S = 30cm*5cm -=- 600 kr.
Lógo= A4(landskape) -=- 1500

áhugasamir senda mér einkapóst, email á einarsveinn©internet.is eða hringja í síma 6152181 (áhrifaríkast)

Kær kveðja EinarR
EinarR on Wednesday 01 February 2012 - 16:21:24 | Read/Post Comment: 1
Go to page  1 [2] 3 4 5 6 7 8

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.