Online

Welcome

Chatbox

Poll

Jólin Jólin
Gleðileg jól súkkusnáðar

Ég hef líka aðrar góðar fréttir að færa, snemma í sumar voru fréttir af því að Suzuki væri að sameinast VW og við myndum ekkert sjá nema plastbíla með mengunarstaðla út úr öllu eðlilegu samhengi, ódýrari framleiðslu minni endingu og hvað eina, en það var aldrei talað um að Suzuki hefði hætt við að skrifa undir samningana, fyrir slysni fann ég þessa hérna frétt og hún kom mér vissulega í jólagírinn.

http://www.zigwheels.com/news-features/news/suzuki-snaps-ties-with-volkswagen/10608/1
Sævar on Saturday 24 December 2011 - 09:46:54 | Read/Post Comment: 1
Límmiðar
Til þess er málið varðar!
Límmiðarnir eru tilbúinir og fást keyptir hjá mér. þeir eru staðsettir í hafnafyrði og hægt að nálgast þá gegn samkomulagi við mig.
hægt er að hringja bara í síma 615 2181.

Verðin eru eftirfarandi og allt fæst í hvítu og svörtu.
SUKKA.IS fæst í 3 stærðum L, M & S
L = 60cm*10cm -=- 1000 kr.
M = 40cm*7,5cm -=- 800 kr.
S = 30cm*5cm -=- 600 kr.
Lógo= A4(landskape) -=- 1500
EinarR on Wednesday 09 November 2011 - 10:15:59 | Read/Post Comment: 3
Höldum fund!
Nú á mánudaginn langar mig ad bjóða öllum sem hafa áhuga ad koma á fund í norðurhellu 8, fundurinn er aðalega haldin til ad bjóða félögum ad kaupa límmiða sem èg er komin með, fundurinn byrjar klukkan 8, endinlega mæta og reyna ad lifga þetta spjall aðeins við.

Verðin eru eftirfarandi og allt fæst í hvítu og svörtu.
SUKKA.IS fæst í 3 stærðum L, M & S
L = 60cm*10cm -=- 1000 kr.
M = 40cm*7,5cm -=- 800 kr.
S = 30cm*5cm -=- 600 kr.
Lógo= A4(landskape) -=- 1500

Kv. EinarR
EinarR on Wednesday 02 November 2011 - 10:15:03 | Read/Post Comment: 3
Loksins loksins
Loksins kemur frétt á þessa blessuðu forsíðu,



ég veit ekki með ykkur, en ég ætla í könnunarleiðangur að langjökli fyrstu helgina í nóv, þ.e. "næstu helgi". laugardaginn 5 nóv



Ég LEGG AF STAÐ frá select vesturlandsvegi kl 8.30, mæting 8.00

Ferðinni er heitið um þingvallaleið og frá þjónustumiðstöð upp kaldadal eftir snjóalögum og frosti við jörð að Jaka þar sem verður áð og spáð, menn fara svo eftir eigin hugrekki og eða heimsku upp á jökulinn með björgunarsveitina á Speed Dial en aðallega er ætlunin að prufa nokkrar nýbreyttar súkkur og sjá hversu langt þær komast áleiðis.

Það hefur ekki þótt sæta tíðindum þó sumar missi af hópnum t.d. við þjónustumiðstöðina og því vil ég að allir eigi eða útvegi sér VHF talstöðvar, handstöðvar í það minnsta og með opið fyrir rásir ferðaklúbbsins 4x4.

Ef skyggni á jökulinn er slæmt ætla ég ekki að horfa upp á GPS lausa menn hverfa út í þokuna og því vil ég að allir hafi GPS sem ætli sér upp á jökul. Lágmarks track minni 25km í handtækjum og muna að hreinsa slóðina þegar komið er að Jaka til að geta ratað niður af jöklinum aftur í svartabyl og stórhríð.


áætluð heimkoma ef allt gengur vel er fyrir myrkur eða um 17.00.



Þeir sem áhuga hafa á að slást með í för staðfesti það í tilþess gerðum þræði á spjallinu.

SKRÁNING HÉR
Sævar on Friday 28 October 2011 - 18:26:35 | Read/Post Comment: 2
Sumarferð 1
Sælir súkkubændur, helgina 8-10 júlí ætlum við að skella okkur í fyrstu sumarferðina, förinni er heitið á árlegan áfangastað súkkuklúbbsins en það er Lambhagi við rætur Búrfells, sundföt skulu brúkuð því ef stemning er fyrir því er ætlunin að aka upp dómadal og inn í Landmannalaugar og fara í laugina, aðstöðugjald hefur verið 400 krónur þar síðastliðin ár.

Ekkert kostar að nota tjaldsvæðið í Lambhaga en ætli fólk að grilla þarf það sjálft að koma með grill.

Brottför verður um kvöldmatarleyti á föstudeginum, laugardagurinn tekinn snemma og í framhaldi ákveðið hvort ekið verður heim um laugardagseftirmiðdag eða gist aðra nótt.

Við hittumst kl 19:00 við Olís rauðavatn föstudaginn 8 júlí


Þeir sem hafa hugsað sér að fara er bent á að skrá sig í ferðina í þar til gerðum spjallþræði á spjallinu.

Ferðinni hefur verið aflýst um óákveðinn tíma vegna lélegrar móttöku og skráningu í ferðina, hún verður farin síðar í sumar.
Sævar on Sunday 26 June 2011 - 11:24:37 | Read/Post Comment: 4
Fundur
Sælir súkkuáhugamenn

ákveðið hefur verið að halda fund meðal áhugamanna um fjórhjóladrifna suzuki jeppa í Steinhellu 3, 220 Hafnarfirðiþann 19 maí(fimmtudag) klukkan 19:30



Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Upphitun

  • Spjallað, og bílar mættra meðlima skoðaðir

  • Kynning á Suzuki límmiðum sem klúbburinn hefur haft til boða

  • Tillögur að ferðum á komandi sumri

  • Menn skammaðir fyrir að gleyma Kjötsúpukvöldinu, gróf dagsetning annarar tilraunar tekin fyrir

  • Skipulag funda klúbbsins út sumarið í það minnsta

  • Pantanir teknar af límmiðum

  • Kveðjustund, yoga og passíusálmar




Gaman væri ef einhver sem á myndir af súkkum eða súkkuferðum sæi sér fært að mæta með tölvu eða skjávarpa, en það má líka bíða betri fundar á komandi sumri.

Veitingar verða af skornum skammti svo menn komi pakksaddir og með drykk.
Sævar on Tuesday 10 May 2011 - 18:18:15 | Read/Post Comment: 6
Páskaferð suzukijeppaeigenda
Laugardaginn 23. apríl (daginn fyrir páskadag) verður lagt af stað í "páskaferð" á hálendið.
Kaldidalur eða Kerlingarfjöll eru líklegir áfangastaðir.

Skyldumæting fyrir alla sem eiga gangfæra, upphækkaða súkku.

Ferðatillhögun getur breyst eða ferð felld niður vegna veðurs eða annarra ástæðna, fylgist því vel með spjallinu.

Hörður(hobo) er hugmyndasmiður og forystusúkka ferðarinnar.

ALLIR ERU Á EIGIN ÁBYRGÐ!

Þar með telst spottareglan að verði eignatjón við drátt úr bílfestu ber hver eigandi ábyrgð á eigin bíl í tjóni.
Sævar on Tuesday 12 April 2011 - 23:11:23 | Read/Post Comment: 8
Gleðileg Jól
Gleðileg jól til allra súzuki aðdáenda á íslandi og þó víðar væri leitað, vonum að þið hafið það sem best yfir jólin og passið vel upp á súkkurnar ykkar, og leyfið þeim að taka þátt í jólahátíðunum.

Svo minni ég á fyrirhugaðan nýárshitting við Úlfarsfell ofan við Grafarholtið í Reykjavík þann 31 desember strax eftir skaupið. Þar ætlum við að reyna að hittast og fylgjast með sprengingum ef veður leyfir.

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?15185
Sævar on Friday 24 December 2010 - 18:27:48 | Read/Post Comment: 14
Jólamynd sukka.is
Nú keppast allir um að fá mynd sína sem hausmynd aðalsíðu sukka.is yfir jólatímann.

sjá nánar á spjallþræði : http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?14479.post
Sævar on Sunday 21 November 2010 - 19:00:56 | Read/Post Comment: 13
Ferð í fyrramálið
Sælir félagar, þar sem spjallið er í einhverju lamasessi þá býð ég ykkur hér velkomna í ferð í fyrramálið. Sama lag verður haft á þessari ferð og könnunarleiðangrinum fyrir 2 vikum,

farið verður frá select við vesturlandsveg rétt eftir kl 10, mæting er kl 10:00 og leiðin farin að þjónustumiðstöð við Þingvelli, þaðan strauað upp kaldadal og áð og spáð á leiðinni,

komist allir heilir og haldnir að Jaka verður jökullinn mögulega mátaður(langjökull) ef aðstæður leyfa, og ef greinilegar slóðir eru upp jökulinn þar sem engin "örugg" trökk ef svo má kalla hafa verið gefin út þennan veturinn, enda lítill snjór kominn á jökulinn sjálfan.

verið í bandi við mig Sævar s. 8458799 til miðnættis í kvöld og frá kl 7.45 í fyrramálið ef þið viljið koma með í ferðina. Lágmarkskröfur eru að bílstjóri sé sjálfbjarga kunni að setja í lágadrifið og lokurnar á og prinsipp við úrhleypingar.

Við getum tamið ökumanninn á leiðinni en ekki bílinn. Þeir sem hafi VHF skuli brúka stöðina með sér!


Sævar on Friday 19 November 2010 - 18:16:02 | Read/Post Comment: 15
Go to page  1 2 [3] 4 5 6 7 8

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.