Forums
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Jbrandt
Wed Mar 07 2012, 09:19p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Verslaði mér bíl í gær , Þetta er semsagt Sidekick 97 árgerð á 33" dekkjum, Bíllinn var tekinn aðeins í gegn fyrir 2 árum eða svo skipt um sílsa og farið í ryð á honum svo var hann málaður eftir það,

Bíllinn er ekinn 150.000 beinskiptur og með 1800cc vélinni.

Ætla mér nú ekki að breyta þessum bíl neitt meira þar sem þessi kaup voru hugsuð í þá áttina að nota bílinn í veiði og koma mér í sumarbústaðinn, En ekki það ég mun eflaust fara einhverjar ferðir á honum annað væri bara rugl.

Planið er nokkuð einfalt hjá mér ætla að sinna þessu venjulega viðhaldi á næstunni og svona smá mál sem ég vill laga.

Skipta um afturstuðara og bensíntank svo fljótlega láta kíkja á keðjuna í honum.

Laga samlæsingar og skipta um græjur í bílnum.
Keyri dekkin sem eru undir honum út sumarið svo kaupi ég ný.

Á voðalega fáar myndir af honum en læt fylgja 2-3 sem ég hef tekið frá ég náði í hann í gærkvöldi.


Tankaði þegar ég var að sækja


Sést aðeins í skemmdina á stuðaranum ætla að skipta um hann


Smurbókin góða þetta gleður mitt litla hjarta



Ofur silfur/króm grillið þetta verður málað svart hugsa að ég heldi Súkku merkinu gylltu

[ Edited Sun Aug 18 2013, 07:09p.m. ]
Back to top
Jbrandt
Wed Mar 07 2012, 11:31p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þegar ég talaði um að ætla ekki að breyta honum frekar þá er það smá lygi í mér en ég ætla ekki að henda honum á stærri dekk.

Þar sem ég hef voðalega takmarkað vit þegar það kemur að því að bæta þessa bíla eru allar hugmyndir góðar.

Eru menn eitthvað að setja önnur swaybars í þessa bíla?

Svo hef ég áhuga á að verða mér útum flækjur og breyta pústinu aðeins ef ég er að græða eitthvað á þvi

Back to top
Sævar
Thu Mar 08 2012, 06:37p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Snyrtileg og flott súkka man eftir þræði hér með myndum af sílsaskiptum og sprautun frá fyrri eiganda,

http://sukka.is/e107_plugins/forum/forum_viewtopic.php?933.0#post_1008
Back to top
BoBo
Fri Mar 09 2012, 01:56a.m.
Gabríel kárason
Registered Member #370

Posts: 503
ekki keyrður neitt hjá þér! minn er 97 árg og keyrður 300þ :/ en hann er andskoti flottur
Back to top
Jbrandt
Fri Mar 09 2012, 02:56a.m.
Registered Member #958

Posts: 98

Búið að mála grillið.

En hvað hafa menn verið að gera í læsingarmálum? Eina sem ég hef fundið sem er svona budget ódýrt er lock right,

Ég hef keyrt bíla sem eru soðnir að aftan og finnst það allt í lagi en ekkert spennandi. Lock Right gefur allaveganna
eitthvað eftir skillst að það sé einn hérna inná sem er búinn að nota þetta í einhvern tíma og kann vel við þetta.

En ég er ekkert að stressa mig, þetta má allt koma með tímanum. Þarf að skipta um smokkinn á gírstönginni og annað smá dót.

Græjaði takka fyrir loftflautuna áðan svo ég geti látið vita að ég sé á svæðinu hendu þessu svo saman eftir vinnu á morgun.

Back to top
Jbrandt
Sat Mar 17 2012, 08:59p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Núna þarf ég að skella mér í vinnugallann eitthvað kúplingsvesen í gangi. Er að slíta ansi illa og bara erfitt að koma honum í gír. Er hægt að stilla þetta eitthvað eða er maður að fara í nýja kúplingu og pressu?
Back to top
Valdi 27
Sat Mar 17 2012, 09:49p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Sæll, heyrðu, tékkaðu kúplingspedalann sjálfan, lenti í þessu einu sinni og þá var pedallinn orðinn laus, en farðu varlega í það að setja hann á réttan stað, það gæti verið smá maus að koma honum á réttann stað uppá afstöðu, svona ef þetta er pedallinn
Back to top
stedal
Sun Mar 18 2012, 12:42a.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Það er barka kúpling í þessum drossíum og barkan er hægt að stilla hægra meginn á kúplingshúsinu. Prufaðu það allavegana.
Back to top
Valdi 27
Sun Mar 18 2012, 10:37a.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Þar verð ég að vera ósammála þér stedal, það er vökva kúpling í þessarri drossíu;)
Back to top
Jbrandt
Sun Mar 18 2012, 01:54p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já ég athuga pedalann, Frekar spes að þetta gerist bara allt í einu, Annars fer ég bara á ebay og versla
Back to top
Sævar
Sun Mar 18 2012, 03:21p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sidekick Sport 1.8l er með vökva 1.6l með barka

Pedallinn á það til að brotna sem og þrællinn að leka ekkert frekar né síður en í öðrum bíltegundum.
Back to top
stedal
Sun Mar 18 2012, 08:24p.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Æji sýndist þetta vera 1600
Back to top
Jbrandt
Mon Mar 19 2012, 03:13p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég skrapp aðeins út að skoða þetta, Kúplingsvökvinn orðinn grár með ögnum í, Flushaði kerfið þar til að vökvinn var orðinn tær og fínn. Alveg eins gott að gera það núna í stað þess að bíða með það þegar ég skipti um það sem þarf að skipta um.

Verst bara að ég hef ekki hugmynd hvar á netinu er gott að panta í þennan bíl
Back to top
Jbrandt
Mon Mar 19 2012, 08:34p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Prufaði að kíkja inná http://www.autopartswarehouse.com

Búinn að henda í körfuna kúplingsþræl, master cylender og er að velta fyrir mér að nota sendinguna og kaupa nýtt kúplings sett
Back to top
Sævar
Mon Mar 19 2012, 10:04p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ertu búinn að finna út hvort það sé í raun og veru vandamálið?
Back to top
Jbrandt
Tue Mar 20 2012, 12:40a.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Er ekki viss með eitt né neitt eins og er, Kúplingin er búin að vera leiðinleg frá ég kaupi bílinn, Svona víst að ég er í stuði þá held ég að það sé bara fínt að kaupa kúplingssett, þræl og dæluna þetta er svo ódýrt að versla í þetta meðað við þá bíla sem ég hef verið að versla í í gegnum tíðina og þá er þetta líka allt nýtt og fínt
Back to top
Jbrandt
Sun Apr 08 2012, 05:31p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þar sem ég tók ekki sénsinn að panta að utan án þess að vera búinn að rífa kúplinguna úr og skoða hana. Þá ákvað ég að skoða þetta betur áður en ég færi að rífa kassann úr.

Pedalinn er brotinn

Back to top
Tryggvi
Fri Apr 13 2012, 08:26p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Til hamingju með bílinn! Þetta er töff græja. Varðandi læsingar þá get ég hiklaust mælt með Lock-Rite læsinguna að aftan. Ég er búinn að vera með þannig núna í nokkur ár og líkar mjög vel. Bíllinn fer ótrúlega mikið bara í afturdrifinu og enn meira í 4x4 með læsinguna að aftan. Það þarf samt aðeins að passa sig í hálkuna innanbæjar með þetta og halda mjög rólegum stöðugum hraða í hringtorg og beygjum, annars á bíllinn það til að snúast. En maður lærir fljót inn á þetta. Ég hugsa að fyrir flesta sé Lock-Rite að aftan yfirdrifið nóg varðandi að fara meira.

Ég fer sjálfur samt í frekari framkvæmdir þegar aurar leyfa... Ég er með 5.83:1 Fram og aftur hlutföll með Lock-Rite að aftan og mjög svipaða læsingu að framan.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Jbrandt
Sun Apr 15 2012, 11:01p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já mig minnir að hann sé fínn hehe. Svo langt síðan að ég keyrði hann. Það er bara svo andskoti mikið að gera í vinnunni og ég hef ekki tíma til að vinna í bílnum svo hann fer vonandi á götuna eftir einhverjar vikur hehe
Back to top
gislibr
Tue Apr 24 2012, 06:01p.m.
Registered Member #990

Posts: 12
Hvar er hægt að nálgast læsingar og hlutföll í sidekick og hvað hefur svoleiðis verið að kosta
Back to top
Tryggvi
Thu May 03 2012, 08:34p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll gislibr

Bílabúð Benna
Altered Ego Motorsport
Rocky-Road.com
Calmini
Boondoxmotorsports.com
Trail Tough
Low Range Off Road
DG Tuning

Svona sem dæmi... Verð fara eftir gengi erlends gjaldmiðils vs krónu og hvern þú þekkir sem gæti reddað þér afslætti hér heima í flutningum eða komið með vörur heim...

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
jeepson
Fri May 04 2012, 04:34p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Brummi litli hérna á spjallinu var að selja afturlæsingu í vitöru. Hún gat fengist á góðu verði. Heyrðu í honum Ég veit ekki hvort að hún passi í sidekick eftir 95? en Sævar getur nú væntalega svarað því
Back to top
Jbrandt
Thu May 10 2012, 09:38p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þessi er farinn að keyra aftur. Núna er ég bara að spá hvort ég eigi að hafa hann á 33" í sumar eða kaupa eitthvað minna undir hann. Þarf allaveganna að kaupa ný 33" fyrir næsta vetur svo það má alveg klára þessi
Back to top
Sævar
Fri May 11 2012, 05:37a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þeir eru svo tussulegir á litlum dekkjum endilega ekki setja minna en 33" á hann þessir kantar eru smíðaðir utan um 35" dekk
Back to top
Jbrandt
Wed May 16 2012, 08:36p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já ég ætla að hafa hann á 33", Er búinn að vera á stöðugum þvælingi síðan að bíllinn kom aftur á götuna. Mikið rosalega er gaman að þvælast um á þessum tíkum
Back to top
Jbrandt
Thu Aug 30 2012, 01:22p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég fékk tilboð í bílinn fyrir nokkrum vikum og var svona að hugsa að láta bílinn fara en sökum þess að það var alveg að detta í hringferð hjá mér og konunni sagði ég við viðkomandi að ég skildi láta hann vita eftir ferðina.

2400 km seinna EKKI SÉNS,, Bíllinn stóð sig eins og snillingur. Sama hvað ég bauð honum uppá upp brekkur með fellihýsið eða ekki. Næst á dagskrá henda rafmagnsviftu í gripinn og nýdekk.
Back to top
Fannar
Thu Aug 30 2012, 04:05p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
Ég myndi líka halda þessum bíl mjög snyrtilegur og flottur og á nóg eftir
Back to top
Valdi 27
Thu Aug 30 2012, 08:51p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Mátt endilega láta vita ef þú verðu á Akureyri á gripnum, væri meir en til í það að fá að sjá gripinn svona eftir nokkurra ára viðskilnað
Back to top
Jbrandt
Mon Sep 03 2012, 07:09p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já ég er líklegast að flytja á austurlandið svo ég mun eflaust eiga leið í gegn á næstu vikum.

Svo hef ég verið að velta einu fyrir mér í nokkrar vikur fara í 2.0 L swap úr grandinum

Er í raun búinn að ákveða það að ég mun setja 2.0 vélina í bílinn,

Hef lesið mig nokkuð til um þetta ásamt rætt við mann sem hefur framkvæmt svona swap.

En er einhver er með staðfestar hestaflatölur?
Back to top
Jbrandt
Tue Sep 11 2012, 10:43p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Lumur einhver á sniðugri útfærslu á drullusokkum að aftan, Það var renningur soðinn í hjólaskálina það hefur rifnað undan áður en ég kaupi bílinn og núna er sá seinni farinn.

Sem þýðir að ég þarf að skella mér í smá suðuvinnu skera og sjóða í hjólaskálarnar.
Back to top
Sævar
Tue Sep 11 2012, 10:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eina sem hefur enst hjá mér var 25x25 vinkill þykkt c.a. 4mm og soðið í grind, svo harðplast drullusokkur skrúfaður á með stórum skífum og ryðfrí keðja hend skáhallt upp í stuðarann til að styðja við sokkinn.

Back to top
Jbrandt
Fri Sep 21 2012, 04:05p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já hafði hugsað mér eitthvað þannig, Núna er ég bara að hugsa hvernig dekk ég eigi að kaupa undir bílinn ætlar að vera eitthvað erfið fæðing
Back to top
Jbrandt
Sat Sep 22 2012, 11:55p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
http://www.1010tires.com/Tires/Reviews/Goodyear/Wrangler+DuraTrac


Þekkir einhver þessi dekk.
Back to top
Jbrandt
Tue Sep 25 2012, 04:06p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég ákvað að prufa þessi dekk sem ég setti link á hér fyrir ofan. Talaði við einn í canada sem er með þessi dekk undir súkku hjá sér og pickup

Dekkin hafa verið að endast virkilega vel undir súkkunni en ekki pick-up bílnum þar sem hann er alltaf mikið lestaður og með kerru í afturdragi.



Smá munur á nýju og gömlu. Núna er bíllinn ready fyrir ferðalagið frá Höfuðborginni og heim á Reyðarfjörð
Back to top
Jbrandt
Sun Nov 04 2012, 05:52p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Lumar einhver á sniðugum hugmyndum á kastaragrindum?Er að spá að smíða á bílinn
Back to top
Jbrandt
Tue Nov 27 2012, 07:18p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Þessi datt í 160.000 km nýlega, Og er alveg að standa sig fór á rjúpu um helgina og PIKKFESTI MIG. Það var rosalega gaman fattaði að ég hafði tekið skófluna úr bílnum svo ég var í 3-4 tíma að moka bílinn upp með hamri og lúkunum. Þessi festa var alfarið bílstjóranum að kenna og þegar ég loksins losnaði bakkaði ég nokkra metra og bombaði upp brekkuna.

En núna þarf ég ráðleggingar hjá mönnum sem vita betur en ég.

Hlutföll ég geri ráð fyrir því að bíllinn sé á orginal hlutföllum og 5 gírinn í raun ónothæfur fyrir mér lalla frekar bara á 80 í 4 á 3000 snúningum.

Þar sem á planinu er að henda 2.0 grand vitara vél í bílinn og búið að versla alveg eitt stykki í það swap þá er ég mikið að velta fyrir mér hlutföllum. Ég geri ráð fyrir því að bíllinn muni ráða við 5 gírinn með nýju vélinni en eru einhver hlutföll sem þið mælið með?

Ég hef ekkert vit á þessu

Back to top
Juddi
Tue Nov 27 2012, 10:41p.m.
juddi
Registered Member #173

Posts: 471
Spurning að byrja á að fynna út núverandi hlutföll
Back to top
Jbrandt
Tue Nov 27 2012, 11:20p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Google segir 5,13 skoða þetta þegar ég hef tíma
Back to top
Tryggvi
Thu Nov 29 2012, 08:35p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sæll

Það eru engin hlutföll framleidd lengur í þessa bíla okkar því miður. Ég fann 5.83:1 Fram + Aftur með læsingum notuð í Californiu eftir 2 ára víðtæka leit og keypti þau strax og ég fann þau. Ég sé ekki eftir því enda stór munur á bílnum. Ég fann stuttu síðar 5.72:1 á annað hvort þýskri eða spænskri vefsíðu fyrir ca 1 ári síðan en var að leita fyrir þig núna aftur og það virðist vera búið að fjarlægja það af síðunni þeirra.

Það á að vera einhver einn einstaklingur á zukiworld.com sem er að selja notuð orginal Fram og Aftur 5.62:1 hlutföll sem eru spennandi að því leiti að þau breyta aðeins en eru væntanlega sterkari en hlutföll eins og ég er með. Minnir að hann heiti Skyhanger sem er að selja þau.

Beinskipti bíllinn eins og þinn á að vera alveg merkilega sprækur samt miðað við Súkku á 5.13:1 hlutföllum. Pabbi er með einn svona 1.8L á 5.13:1 á 33" og hann er bara þokkalega fínn í akstri. Minn er sjálfskiptur þannig að skiptingin er að taka sitt og munar slatta að fá þessi breyttu hlutföll.

Annars er ég einnig búinn að eignast 2.0L vél og er að skipuleggja smá vélar tjúningar áður en hún fer ofan í. Það verður fróðlegt og gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Gangi þér vel með þetta Súkku project!

Fann linkinn að 5.62:1 hlutföllin til sölu:

http://zukiworld.com.previewdns.com/forum/index.php?topic=35839.0


Kveðja,
Tryggvi

[ Edited Thu Nov 29 2012, 09:07p.m. ]
Back to top
Jbrandt
Mon Dec 10 2012, 09:27p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Snilld skoða þetta, Annars festi ég mig í fyrradag, Langar í 38" og rör undir allt
Back to top
kjellin
Tue Dec 11 2012, 04:58p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
hvaða vélartjúningar ertu að spá i að gera á 2.0 vélinni ?
Back to top
Jbrandt
Tue Dec 11 2012, 08:10p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Já hvað ertu að spá að gera Tryggvi.

Maður systur minnar vill endilega að ég fari í Turbo á 2.0 vélina.

Það er alveg skemmtileg pæling, 200-250 hestöfl svona hóflegt svo þetta endist.

En svo er auðvitað mikill kostnaður við þetta, Túrbína,kaupa eða smíða eldgrein fyrir turbo, spíssar, intercooler, intercooler lagnir, tölva til að stjórna þessu öllu, bensíndæla og svo hellingur af krónum í hitt og þetta.

Ekki þess virði finnst mér ef það á bara að blása lítið og vera nægjusamur.
Back to top
Tryggvi
Tue Dec 11 2012, 09:30p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Ég hef átt svíntjúnaðan Mustang með blower m/ca 10 PSI boost og fullt af öðru flottu dóti undir húddinu. Átti hann í 8 ár þannig að ég hef reynslu af aflmiklum bílum og mikið af tjúningum...

En með svona lítið grey eins og Súkkurnar okkar þá myndi ég bara (persónulega) halda mig við minniháttar tjúningar á orginal vélinni og ekkert vera að spá í túrbó. Gæti frekar séð fyrir mig ca 50-75 HÖ skot af NOS svona til að taka fram úr eða bruna upp brekkur.

En ef maður vildi túrbó vél held ég að ég tæki mótór úr MazdaSpeed 6 2.3L (túrbó) og setti í súkkuna. Hún er fyrir 4x4 bíl (Fólksbíl reyndar en samt...) og gefur um 263 HÖ og er með ALGJÖRLEGA flata torque kúrvu frá 2000 RPM upp í ca 6000 RPM og mökk virkar. Smá loft intaks og púst breytingar seta vélina auðveldlega í 300 HÖ. Ég hef ekið um á svona bílum og þetta togar alveg endalaust og það alveg niður í 2000 RPM. Þetta er ekkert ofboðslega þungur mótór og ekkert allt of stór þótt það sé fullt af dóti utan um hana. En þetta eru svona smá draumórar.

Ég ætla mér að porta orginal 2.0L headið lítillega (hef gert það á nokkrar vélar) Bora vélina út um 0.5 mm þannig að hún sé að nálgast 2.1L vél. Mögulega láta Extrude Hone græja púst greinina, porta soggreininga lítillega og hef verið að skoða það að senda inngjafarsjaldið í borun um 2-3 mm og nýja blöðku í því ef það er hægt (hef séð þannig þjónustu fyrir Jeep bifreiðar). Síðan er ég með smá trikk með kerti til að fá örlítið betri nýtingu. Þetta ætti að gefa hógvært reiknað um 150-160 HÖ (2.0L vélin er orginal 136 HÖ) með því sem næst orginal endingu og orginal varahluti í allt. Þetta er ekki nema um 1.5 tonna bílar með ökumann, bensín og smá verkfæri og dót í bílnum. Þannig að þetta er alveg viðunandi afl aukning fyrir flesta.

Að smíða túrbó á orginal vélina er hægt, hef séð þannig á zukiworld síðuna. En þetta er risa stórt verkefni og óvíst að gangur og virkni á vélinni verði til friðs. Það eru ekki nema 1-2 framleiðendur af tölvum til að stjórna þessu dóti öllu sem ég hef fundið (gætu verið fleirri).

Læt þessar pælingar duga í bilin.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
dui1
Tue Dec 11 2012, 10:24p.m.
Registered Member #1030

Posts: 111
mér hlínaði í hjartanu að lesa þetta með 2,0 (2,1) mig langar að herma ef þetta gengur vel hjá þér!
Back to top
Jbrandt
Sun Dec 30 2012, 07:47p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Ég held að ég muni láta allt svona fikt í friði

2.0 mótorinn í og fara að keyra Flækjur og nýtt púst það verður það eina sem ég geri.

Svo var gert tilboð í fyrradag í Grand Vitara 2005 árgerð konan verður að fá Súkku líka núna er bara bíða og sjá
Back to top
kjellin
Mon Dec 31 2012, 02:04a.m.
Registered Member #54

Posts: 270
En turbo er samt ekkert stormal fyrir mann sem kann til verka og svo getur baldur gert tölvuna,(veit samt ekki hvað það kostar)
honum gekk nu þrusu vel með sinn bìl ef mig misminnir ekki ta a hann ad vera skila 200+ ho med moddaðan 1600 motor,
Back to top
kjellin
Mon Dec 31 2012, 02:06a.m.
Registered Member #54

Posts: 270
Annars hef eg haft flugu i hausnum ad redda lowpresure turbinu a minn (2,0) bara tilað auka tog( a laga snuningnum) , en það hefur. Aldrei verið hugsað til lengdar bara sma pæling
Back to top
Jbrandt
Sat Jan 05 2013, 04:35p.m.
Registered Member #958

Posts: 98


Gleymdi alltaf að setja þessa mynd inn, Þetta er orsökin að kúplingin hætti að slíta á sínum tíma
Back to top
Jbrandt
Mon Jan 07 2013, 09:00p.m.
Registered Member #958

Posts: 98
Númeraplöturnar eru farnar af þessum, Konunni tókst illa að hemja aflið í súkkunni og hennti henni á vegrið.

Var alls ekki í stuði að meta tjónið að fullu eftir að ég sótti bílinn áðan.

En þetta lítur ok út, Laga stuðara, skipta um 2 stýrisenda og stýristöng, veit ekki hvernig maskínan er, Stöngin frá stýri yfir í maskínu bognaði aðeins. Vona bara að þetta sé allt
Back to top
Fannar
Mon Jan 07 2013, 11:10p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
ef að maskínan úr vitöru og sidekick sport eru þær sömu, þá á ég eina til fyrir þig
Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design