|
||
|
Saga Súkkujeppans - Gísli Sverrisson (þýðing) Saga Súkkujeppans Athugið að greinin er á fjórum blaðsíðum, flett er neðst á hverri síðu Suzukibílar hafa verið framleiddir lengur en flestir gera sér grein fyrir. Fyrir tæpum 100 árum síðan, þegar fyrirtækið var stofnað, var þeirra meginbúgrein að framleiða silkiþræði og vélar fyrir slíkan vefnaðariðnað. Árið 1937 voru fyrst uppi áætlanir um framleiðslu smábíla. Þeim áætlunum var slegið á frest vegna seinni heimsstyrjaldarinnar og sátu á hakanum þar til bómullarmarkaðurinn hrundi árið 1951. Þá hóf Suzuki framleiðslu á einföldum mótorhjólum, ásamt því að hanna fyrsta bílinn sinn sem kom á markað 1955, Suzulight. Þrátt fyrir að fyrsti fjórhjóladrifni Suzukibíllinn hafi verið fáanlegur í USA 1985, var það langt í frá fyrsti fjórhjóladrifsbíllinn sem Suzuki framleiddi. Reyndar eiga okkar ástkæru Samurai, Sidekick og Vitörur rætur sínar að rekja allt til 7. áratugarins og eiga sér langa sögu um víða veröld. 1968: LJ-Series Suzuki Jimny, Brute 1965-67 HopeStar ON360 Fyrsta 4x4 súkkan sem framleidd var, átti uppruna sinn í öðrum japönskum trukki frá Hope Motor Company. HopeStar ON360 byrjaði feril sinn 1965 sem einfaldur og áreiðanlegur smájeppi. Hann komst af án óþarfa munaðar eins og hurða og sætin voru úr neti eða striga, líkt og hengirúm. Hann var drifinn áfram af 21 hestafla 360cc loftkældum Mitsubishi tvígengismótor. Framleiðandinn mætti fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa aðeins selt nokkra slíka bíla. Suzuki keypti framleiðsluréttinn á ON360 árið 1968. 1968-71 Suzuki LJ10 Með það að markmiði að gera góðan bíl betri notaði Suzuki Hopestar bílinn sem grunn að hinum nýja Jimny 360, sem einnig varð þekktur sem LJ10 eða Brute IV. Að skipta út mótornum fyrir eigin hönnun Suzuki var aðeins ein af mörgum breytingum, einnig var hönnun yfirbyggingar endurnýjuð þó þar mætti enn þekkja fyrirrennarann. Þeir þurftu að hafa bílinn innan japanskrar skilgreiningar smábíls vegna skattalaga, svo ekki var hægt að hengja varadekkið á pallhlerann, heldur var það staðsett við hlið aftursætisins. Með þessu móti var heildarlengd bílsins innan við 3 metra. Þetta gerði það að verkum að LJ10 bíllinn varð þriggja sæta bíll. Árið 1970, eftir tveggja ára þróun, varð hann að fyrsta fjöldaframleidda 4x4 smábílnum í Japan. 1968-71 Suzuki LJ10 Þó að LJ bílarnir væru ekki formlega á markaði í USA voru nokkrir þeirra seldir af bílainnflytjendum í Kaliforníu, Nevada og Arizona, fyrst árið 1971. Á meðan hin loftkælda 25 hestafla, 359cc, tvígengis, tveggja strokka vél var fullkomin fyrir hinn upphaflega markað í Japan, sérstaklega með 590kg þyngd bílsins í huga, þá var hann alvarlega afllaus fyrir bandaríska kaupendur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná 72km/klst hámarkshraða sínum. 1972 kom LJ20 - lítillega uppfærð útgáfa af LJ10 - á markaðinn, með nýjungar á borð við vatnskælingu og hestaflaaukningu í 32 hestöfl ásamt nýjum hámarkshraða: 76km/klst. Mikilvægasta nýjungin fyrir Bandaríkjamarkað var þó að stýrið var nú "réttu" megin. Árið 1973 leit dagsins ljós smávægileg andlitslyfting þar sem loftraufar á grillinu urðu lóðréttar í stað láréttra áður og nýrra stefnuljósa. 1974-76 Suzuki LJ50 Árið 1974 fæddist LJ50 (Jimny 550, SJ10), enn ein viðbótin í LJ röðinni. Þar sem skattalagalegri skilgreiningu smábíla í Japan hafði verið breytt, svo að Suzuki gat aukið vélarstærðina. Með því að bæta við þriðja strokknum, tókust þeir á við eina af stærstu fyrirstöðum bílsins á mörkuðum utan Japan. Þessi 539cc vatnskælda tvígengisvél framleiddi 33 hestöfl á lægra snúningssviði en áður og varð þekkt fyrir að skila miklu togi miðað við stærð. Þrátt fyrir að vera ennþá afllítill fyrir bandarísk viðmið, gat jeppinn nú náð amk 96km/klst hraða, þrátt fyrir 45kg þyngdaraukningu. Ásamt endurskilgreiningu á vélarstærðinni, leyfðu nýjar reglur í Japan nú að varadekkið væri fest aftan á afturhlerann sem aftur opnaði möguleikann á fjórða sætið í bílinn. 1978-1983 LJ-81 Pickup Framleiddur samhliða LJ50, var síðasti, kraftmesti og best rómaði jeppinn í LJ röðinni hinn 770kg 1977árgerð af Suzuki LJ80 (SJ20). Hann skartaði stærstu framförunum á líftíma LJ bílanna og var hannaður með alheimsútflutning í huga. Sögusagnir um nýjan stærri mótor þessa bíls voru staðfastar í nokkur ár áður en hann leit dagsins ljós, en Suzuki neitaði þeim ávallt og vildu halda þróun hans leyndri. Sem fyrsti fjórgengismótor Suzuki gekkst hann undir nokkur ár af prófunum og þróun áður en hönnuðir hans voru sáttir. Hin nýja 797cc, SOHC, fjögurra strokka vél framleiddi 41 hestafl og skaut fyrirrennara sínum ref fyrir rass hvað tog varðaði, ásamt betri eldsneytisnýtingu og minni mengun en áður. 1977-81 Suzuki LJ80 Samhljóma aflaukningunni voru hærri drifhlutföll og gírar sem gáfu kost á afslöppuðum hraðbrautaakstri, stífari grind, betri aksturseiginleikar sem stöfuðu af endurstaðsettum afturdempurum og breiðari hásingum um 4 tommur. Á sumum mörkuðum komu til sögunnar betri sæti, nýtt stýrishjól, hraðamælir sem sýndi 130km/klst (frá 100km/klst áður), bensíntankurinn stækkaði úr 26l í 40l og viðvörunarljós fyrir bremsuslit. Að utan urðu nokkrar endurbætur líka, brettakantar, hækkað húdd með nýjum loftristum framaná og afturstuðara og afturljósum felldum inn í yfirbygginguna. 1979 fékk LJ80 smávægilega andlitslyftingu, aðalljósin endurstaðsett fjær hvort öðru og neðar á endurhönnuðu grillinu. Þá voru í fyrsta sinn boðnar málmhurðir á bílinn. Einnig var í fyrsta sinn boðið upp á pallbílaútgáfu, LJ81. LJ línan var framleidd til ársins 1983. 1977-81 Suzuki LJ80 línan í heild Page 1 Page 2 Page 3 Page 4 |
|
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. |