Online

Welcome

Chatbox

Poll

Saga Súkkujeppans - Gísli Sverrisson (þýðing)
1996: Suzuki X-90
Síðla árs 1996 kynnti Suzuki glænýja tegund farartækis: X-90. Sportlegur, 2ja dyra, með T-þaki og í coupe stíl, var hann byggður á grind stuttu Vitörunnar og þótti sérstakur mjög. Hann seldist vel á sumum mörkuðum, sérstaklega hjá eyjaþjóðum en var hæddur annarsstaðar og þótti einum of "sætur". Hann hafði að geyma sömu torfærueiginleika og Vitaran en var hannaður til að hygla skemmtilegum og sportlegum götueiginleikum undirvagnsins. Í dag þykir X-90 hafa verið vanmetið lítið skrímsli. 1998: Suzuki Vitara
Eftir forsýningu á bílasýningum víðsvegar um heim, afhjúpaði Suzuki stærsta og öflugasta jeppa sinn til þessa. Fáanlegur sem 4ra strokka, 3ja og 5 dyra, með og án blæju, Vitara og Chevrolet Tracker og sem V6 Grand Vitara, var bíllinn sannarlega í heimsklassa. Drifinn af nýjum og öflugri vélum og með íburðarmiklum innréttingum svo að aldrei hafði áður sést í Suzuki, var þetta bíllinn sem skyldi bera fyrirtækið yfir aldamótin. Nýja 2.0l DOHC 16V 127 hestafla var byggð á 1.8l vélinni úr Sidekick Sport, en einnig ný 155 hestafla 2.5l 4ra knastása 24V V6 vél var byggð á hinni fyrri 2.0l V6 vél. Bandaríkin fengu aðeins að njóta 3ja útgáfa af nýju Vitörunni: Styttri 3ja dyra blæju Vitara, drifin annaðhvort 1.6l SOHC vél eða 2.0l 4ra strokka, lengri 5 dyra Vitara drifin einungis 2.0l 4ra strokka vél og að lokum 5 dyra Grand Vitara með 2.5l V6. Í öðrum hlutum heimsins var einnig möguleiki á 3ja dyra Vitöru án blæju, og jafnvel 3 dyra Grand Vitöru. Til viðbótar var þar einnig möguleiki á 2.0 4ra strokka TDI vél í allgar útgáfur bílsins. Sumir markaðir, þar Vitaran er ennþá seld með gamla útlitinu meðfram því nýja, er notast við nafnið Vitara fyrir gamla bílinn og Grand Vitara fyrir þann nýrri, óháð vélarkosti. 1998: Suzuki Jimny
Jimny var einnig kynntur til sögunnar árið 1998, byggður algerlega á nýjum grunni en þó út frá svipaðri hugmyndafræði og SJ línan. Jimny var og hefur ekki verið fáanlegur í N- Ameríku. Hann var líkt og SJ með heilar hásingar á gormum á báðum endum og eins knastáss 1300cc vél og þó hann væri hugsaður sem einfaldur, ódýr og þolgóður smájeppi, fylgdu honum einnig þægindi og lúxus sem ekki höfðu áður sést í SJ línunni. Útbúnaður eins og rafdrifnar rúður og sjálfskipting voru til þess gerðar að gera bílinn eins borgarhæfan og hugsast gat, en hásingarnar, sjálfstæð grind og tveggja hraða millikassi sýndu að undir fögru yfirborðinu bjó alvöru jeppi sem taka ætti alvarlega. Suzuki bílaframleiðandinn hefur ávallt verið þekktur fyrir að framleiða "sæta" litla smájeppa en áreiðanleiki þeirra, bæði á vegum og utan þeirra um gjörvalla veröld, hefur áunnið þeim traust orðspor. Þvert á stefnu margra annara bílaframleiðenda í dag hefur Suzuki aldrei hannað jeppa sem ekki mætti kallast "alvöru jeppi". Engar sambyggðar grindur, engin fólksbílahönnuð fjórhjóladrif, engin veikbyggð malbiksfjöðrun. Hver einasti 4x4 Suzuki hefur verið harðduglegur trukkur, sem þrátt fyrir smæð sína kemst hvert sem stærri jeppar fara, ásamt því að hafa þá umframkosti að vera léttur og smár og meðfærilegri en nokkur annar jeppi. Eiginleikarnir sem Suzuki hefur til að bera hafa fengið hlýjar móttökur hvar sem er í heiminum: Áreiðanleiki, verðlag, hagkvæmni, meðfærileiki, virkni, öryggi, fegurð og fyrst og fremst, skemmtun. Af þessum ástæðum hefur Suzuki nú yfir að ráða 57 verksmiðjum í 27 löndum sem sjá nánast öllum löndum heims fyrir bílum og jeppum. Suzuki bifreiðar hafa ávallt haft persónuleika, eitthvað sem ekki er hægt að segja um margar aðrar bifreiðar og er auðsjáanlega vel tekið af eigendum þeirra 25 milljón bíla sem seldir hafa verið og þeim tæpu 2 milljónum nýrra og gamalla viðskiptavina sem fjárfesta í Súkku á ári hverju. Greinin er fengin að láni héðan án teljandi samviskubits og þýdd af Gísla

Page 1 
Page 2 
Page 3 
Page 4 

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.