Online

Welcome

Chatbox

Poll

Saga Súkkujeppans - Gísli Sverrisson (þýðing)
1989: Sidekick, Escudo, Vitara, Sunrunner Suzuki Sidekick Santana
Sögusagnir um nýjung á 4x4 markaði frá Suzuki reyndust sannar þegar 3ja dyra Sidekick (bæði í blæjuútgáfu og með þaki) birtist í Bandaríkjunum árið 1989. Framleiddur í nýrri samnýttir verksmiðju Suzuki/GM CAMI í Kanada, fékk hann stuttlega afl sitt frá 1.3l vélinni úr Samurai bílnum, en fljótlega fékk hann þó útboraða útgáfu af þeirri vél með 1590cc rúmtaki sem skilaði 80 hestöflum með 8 ventlum og TBI innspýtingu. 1993 Asuna Sunrunner
Einnig seldur sem Suzuki Escudo í Asíu, Suzuki Vitara í Evrópu og Ástralíu, Suzuki Sidekick, Chevrolet, Geo og GM Tracker í Norður- Ameríku og Asuna Sunrunner í Suður- Kyrrahafi og Kanada, reyndist nýja Súkkan einnig mjög vinsæll farkostur. Eilítið stærri en Samurai, notaðist hann við sjálfstæða framfjöðrun og gormafjöðrun að aftan, var fáanlegur sjálfskiptur og skartaði nýmóðins innréttingum. Litlu eða engu var fórnað í torfærueiginleikum og nýji jeppinn varð til þess að auka hróður Suzuki sem framleiðanda alvöru fjórhjóladrifsbíla. 5-door Sidekick
Árið 1990 færði Samurai bílnum enn frekari breytingar. TBI innspýting leiddi af sér ýmsar breytingar. Hestaflafjöldinn jókst aðeins um 2 hesta, eða í 66 samtals, en meira tog gerði mótorinn betri á vegi sem í torfærum. Rúmtak vélarinnar varð 1298cc í stað 1324cc áður. Tvö af fjórum mismunadrifshjólum í framdrifinu voru fjarlægð og notast var við nýjan millikassa og öflugri legur í gírkassa. 97 Sidekick
Á árinu 1991 kynnti Suzuki 5 dyra, lengri útgáfu af Sidekick og útvíkkaði þar með enn fremur úrval sitt. Til að koma til móts við meiri þyngd bílsins var notast við nýja útgáfu 1600 mótorsins sem var 95 hestöfl, 16 ventla og með fjölinnspýtingu. Með mörgum nýjum verksmiðjum til að styða við aðalverksmiðjurnar í Japan, Kanada og á Spáni, gátu Suzuki séð hverju heimshorni fyrir nýjum Súkkum. 1995-1997 Sidekick Sport
Breytingar á Samurai árið 1993 samanstóðu einungis af breyttu grilli sem skartaði S merki Suzuki í miðjunni. Árið eftir var það síðasta fyrir Samurai í Kaliforníu, en eina breytingin sem varð var að aftursæti bílsins voru fjarlægð vegna nýrra öryggisstaðla. Því miður fyrir Bandaríkjamenn og Kanada, hvarf Samurai af markaði þar árið 1995. Evrópuútfærsla SWB Vitara Sport
Til að bæta Norður- Ameríku fyrir missinn var árið 1995 einnig kynntur ríkulegri og sporlegri Sidekck Sport. Fáanlegur í BNA með splunkunýrri 1.8l, 120 hestafla, DOHC, 4ra strokka vél, þótti við hæfi að hann fengi andlitslyftingu í leiðinni. Breiðar 16" felgur, brettakantar, ruddalegra grill og húdd, ásamt munaðarlegri innréttingu var meðal þess sem ekki var fáanlegt með gömlu 1600 vélinni. En Evrópa, Asía og Ástralía fengu að njóta jafnvel enn betri kosts, þekktum sem 5 dyra V6 Vitara. 2.0l, 24 ventla, 4ra knastása V6 vélin var stærsta og kraftmesta vél Suzuki til þessa og skilaði mjúklega 134 hestöflum og breiðri tog-kúrvu. 1996: "Coily" Samurai 1996 coil-sprung Suzuki Samurai
Fyrir restina af heiminum urðu stærstu breytingarnar til þessa á SJ bílnum. Nýja "Coily" (gorma) Samurai súkkan var best þekktur neðanfrá, þar sem á splunkunýjum gormum fjöðruðu sömu hásingar og áður, en þær hýstu nú 3.909 drifhlutföll í stað 3.727 áður. Hlutföll millikassans voru hækkuð úr 1.409 háu drifi í 1.320, og 2.268 lágu drifi í 2.123. 1997 1.9 TDI blaðfjaðraður Suzuki Samurai Santana
Mikilli vinnu var beitt í að gera Samurai að mun þægilegra ökutæki. Nú einangraður vélarsalur, nýr gírkassi og boddí festingar, algerlega endurhannað mælaborð, stýri, hurðir, miðjustokkur og framsæti, ásamt fleiri nýmóðins viðbótum að ógleymdri nýrri fjöðrun, gerði hann að farskjóta í mun hærri klassa. Endurbættar bremsur, aflstýri, kælivifta, háspennukefli, kúplingsbarki og nýtt pústkerfi kreistu út betri vinnslu. Eldsneytis- og kælivökvarými voru stækkuð örlítið og grindin styrkt með aukafestingum og hliðarárekstrarbitum. Að utanverðu skópu útlitið ný vélarhlíf, bretti, grill og stuðarar á meðan stöðuljós/stefnuljósatvennan á horni framendans minntu á LJ bílinn gamla. Af mörgum var þessi bíll talinn vera sá fallegasti í SJ línunni hingað til. Ekki var bíllinn gormvæddur í öllum verksmiðjum Suzuki og ekki notuðust þær allar við sömu vélina. Í Japan var enn notast við 1.0 lítra vél og 550cc 3ja strokka vél með forþjöppu, ásamt hinni nýju 16V fjölinnspýtingar, tveggja knastása 1300 vél. Árið 1996 var Vitaran díselvædd á Asíu og Ástralíumarkaði með 2.0l Mazda turbo 4ra strokka vél. Árið eftir var millikæli bætt í díselútgáfuna og jókst þar með aflið um 23% og togið um 29% ásamt betri eldsneytisnýtni. Á Evrópumörkuðum var fáanleg 1.9l TDI vél frá Peugeot í Samurai og Vitara.

Page 1 
Page 2 
Page 3 
Page 4 

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.